„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 17:04 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við fréttastofu að það sé augljóst eftir fundinn að þingið þurfi að skoða málið frekar. Hann segir álit umboðsmanns Alþingis segja að stjórnsýsla Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu hafi ekki verið í lagi. Reglugerð dómsmálaráðherra sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur var birt í Stjórnartíðindum þann 23. janúar síðastliðinn. Reglugerðin hefur verið afar umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ákvörðunin var ekki rædd á ríkisstjórnarfundi. Meiriháttar trúnaðarbrestur Sigmar segir að Jón hefði átt að ræða þetta mál á ríkisstjórnarfundi þar sem um er að ræða mikilsvert stjórnarmálefni. „Þetta er áherslubreyting að mati forsætisráðherrans sem á að ræða á ríkisstjórnarfundum samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ segir hann. „Þá liggur það bara fyrir að forsætisráðherra telur að dómsmálaráðherra hafi mögulega brotið gegn annað hvort lögunum eða stjórnarskránni eða jafnvel bæði,“ Sigmar telur að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.Arnar Halldórsson Að sögn Sigmars er um að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Ræða þurfi það hvort farið verði lengra með málið: „Þá þýðir það auðvitað að það er orðinn meiriháttar trúnaðarbrestur þarna á milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Við á þinginu hljótum að þurfa að skoða það mjög vandlega hvort við förum áfram með þetta mál.“ „Eiginlega jafn vont og brotið sjálft“ Sigmar segir að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er mjög vont þegar ráðherra í ríkisstjórninni fær svona álit frá umboðsmanni um það að hann hafi ekki haft nægilegt samráð inn í ríkisstjórn, fer þvert gegn því sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar vill að sé gert,“ segir hann. Sigmar segir að trúnaðarbresturinn sé tvöfaldaður vegna viðbragða dómsmálaráðherra í málinu. „Ég túlka það sem meiriháttar trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Trúnaðarbresturinn er síðan tvöfaldaður þegar þú tekur viðbrögð dómsmálaráðherrans sem telur að þetta skipti bara ekki neinu máli, hann sé bara ósammála álitinu og þar við situr. Það er eiginlega jafn vont og brotið sjálft.“ Að sögn Sigmars var þó ekki rætt um næstu skref á fundinum heldur var einungis farið yfir það sem umboðsmaður Alþingis hafði að segja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við fréttastofu að það sé augljóst eftir fundinn að þingið þurfi að skoða málið frekar. Hann segir álit umboðsmanns Alþingis segja að stjórnsýsla Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu hafi ekki verið í lagi. Reglugerð dómsmálaráðherra sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur var birt í Stjórnartíðindum þann 23. janúar síðastliðinn. Reglugerðin hefur verið afar umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ákvörðunin var ekki rædd á ríkisstjórnarfundi. Meiriháttar trúnaðarbrestur Sigmar segir að Jón hefði átt að ræða þetta mál á ríkisstjórnarfundi þar sem um er að ræða mikilsvert stjórnarmálefni. „Þetta er áherslubreyting að mati forsætisráðherrans sem á að ræða á ríkisstjórnarfundum samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ segir hann. „Þá liggur það bara fyrir að forsætisráðherra telur að dómsmálaráðherra hafi mögulega brotið gegn annað hvort lögunum eða stjórnarskránni eða jafnvel bæði,“ Sigmar telur að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.Arnar Halldórsson Að sögn Sigmars er um að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Ræða þurfi það hvort farið verði lengra með málið: „Þá þýðir það auðvitað að það er orðinn meiriháttar trúnaðarbrestur þarna á milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Við á þinginu hljótum að þurfa að skoða það mjög vandlega hvort við förum áfram með þetta mál.“ „Eiginlega jafn vont og brotið sjálft“ Sigmar segir að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er mjög vont þegar ráðherra í ríkisstjórninni fær svona álit frá umboðsmanni um það að hann hafi ekki haft nægilegt samráð inn í ríkisstjórn, fer þvert gegn því sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar vill að sé gert,“ segir hann. Sigmar segir að trúnaðarbresturinn sé tvöfaldaður vegna viðbragða dómsmálaráðherra í málinu. „Ég túlka það sem meiriháttar trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Trúnaðarbresturinn er síðan tvöfaldaður þegar þú tekur viðbrögð dómsmálaráðherrans sem telur að þetta skipti bara ekki neinu máli, hann sé bara ósammála álitinu og þar við situr. Það er eiginlega jafn vont og brotið sjálft.“ Að sögn Sigmars var þó ekki rætt um næstu skref á fundinum heldur var einungis farið yfir það sem umboðsmaður Alþingis hafði að segja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Sjá meira