Innlent

Slagsmál, eldur og innbrot

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gærkvöldið og nóttin virðast hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Gærkvöldið og nóttin virðast hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna slagsmála í Kópavogi í gærkvöldi. Tveir einstaklingar voru handteknir og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

Tvær tilkynningar bárust vegna innbrota í fyrirtæki, annað í póstnúmerinu 108 og hitt í póstnúmerinu 112. Þá var tilkynnt um rúðubrot á heimili í 109.

Lögreglu barst einnig tilkynning um eld í ruslatunnu við biðstöð Strætó í 108 en slökkviliðið mætti á vettvang og sá um að slökkva eldinn. Þá var tilkynnt um þjófnað í Kringlunni en grunaði reyndist vera barn og var málið unnið með foreldrum og barnaverndaryfirvöldum.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×