United er í framherjaleit og hefur sterklega verið orðað við Napoli-manninn Osimhen sem er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni. Scholes segir hins vegar að argentínski heimsmeistarinn Martínez myndi henta liðinu betur.
„Ég held að Osimhen sé frábær leikmaður en hann hentar Chelsea betur. Að mínu mati myndi Martínez hjá Inter passa betur inn í leikstíl [Eriks] ten Hag,“ sagði Scholes á BT Sport í gær.
Martínez, sem er 25 ára, hefur leikið með Inter frá 2018. Hann hefur skorað 91 mark í 218 leikjum fyrir Mílanóliðið og varð ítalskur meistari með því 2021.
United sigraði Real Betis, 0-1, í seinni leik liðanna í sextán-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. United vann einvígið, 5-1 samanlagt.