Flatkökur og vínberjasulta í altarisgöngu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 17. mars 2023 12:30 Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast. Elstu heimildir okkar um fræ- og grasmölun eru 105.000 ára gamlar, frá Mósambík, þar sem fundist hafa verkfæri sem á voru leyfar sem hægt var að kolefnagreina. Þá hafa fundist mortél við fleiri en einn uppgröft, sem eru um 30.000 ára gamlir. Hvort það séu brauðgerðartæki eða áhöld til að gera smoothie eða hafragrauta vitum við því miður ekki. Við hið kunnuglega Galíleuvatn í Ísrael hafa fundist elstu þekktu merki um brauðgerð en í lögum við strönd vatnsins fundust steinílát með matarleifum sem eru 23.000 ára gamlar, gerðum úr fjölbreyttum fræjum og hveiti. Það sem er merkilegast er að fræin eru brennd eftir bakstur auk þess sem hjá þeim voru brenndar kolaleifar. Slíkt brauð hefur verið flatbrauð, en elstu heimildir okkar um hefað brauð eru mun yngri. Mörg brauð frá Egyptalandi til forna eru varðveitt á söfnum en fornleifafræðingar geta ekki sagt til um hvort þau brauð voru hefuð eða ekki, þar sem merki um ger eða súr hverfa við bakstur. Við vitum þó að bjórgerð þekktist á blómatíma Egypta og sami gerill getur gert bæði, gerjað bjór og hefað brauð. Þekktasti súrdeigshleifur allra tíma er líklega brauð, sem gæti verið úr bakaríinu Brauð og co., en varð að kolum í eldgosi Vesúvíusar og fannst í Pompeii. Súrdeigsbrauð, brauðið sem allir eru að tala um á 21. öldinni, er hið upprunalega hefaða brauð en í fornöld líkt og í dag var geymdur hluti af degi til að halda súrnum lifandi. Leyndardómar súrdeigs voru ekki þekktir í fornöld, það er að um sé að ræða bakteríu sem verið er að fóðra og rækta við framleiðsluferlið, en með tilraunum sköpuðust strangar reglur um hvernig á að umgangast súrdeigsgerla. Páskar eru í gyðingdómi tengdir við brottförina úr Egyptalandi og þeim fylgir hátíð hinna ósýrðu brauða, þegar þjóðin át ósýrt brauð á förinni gegnum eyðimörkina þar til Guð nærði þjóðina með himnesku brauði, manna, sem féll af himnum. Leiðbeiningarnar um undirbúning fyrir þá hátíð eru jafnframt ævafornar. Brauð verður í táknaheimi Mósebóka tákn fyrir hið himneska og leiðbeiningar um umgengni við súrdeig blandast við guðfræði á helgustu hátíð gyðinga, páskum. Það myndmál á sér djúpa skírskotun í kristinni hefð. Kristnir menn fasta á hveiti fyrir páska, þaðan er bolludagur kominn, og nota ósýrt brauð í altarisgöngum. Ósýrða brauðið okkar eru flatkökur og Gæðabakstur / Ömmubaksturheldur því fram að Flatkakan íslenska sé „væntanleg[a] eitt af fáu séríslensku brauðunum. Hún er hugsanlega óskilgreint rammíslenskt afkvæmi íslenskrar hagsýni, hugvits, fátæktar og hungurs.“ Hjá Helgu Sigurðardóttur, Lærið að Matbúa, er uppskriftin æði einföld ½ kg rúgmjöl – ¼ lítri heitt vatn, hnoðað saman og steikt. Brauðið í altarisgöngunni er tákn fyrir líf og í því ljósi er flatkakan fullkomin, þar sem fátækir Íslendingar drógu bókstaflega fram lífið með flatkökum. Rúgmjöl var um aldir ódýrasta hráefni sem hægt var að kaupa og ef það dugði ekki til var það drýgt með mosa og grösum. Í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur um árabil verið notað eiginlegt brauð og safi í stað obláta og víns. Á sunnudaginn ætlum við að ganga skrefinu lengra og nota hið íslenska ósýrða brauð – flatkökur. Fæstar kirkjur nota orðið vín í altarisgöngu, enda óþarfi að fermingarungmenni fái ‚fyrsta sopann‘ í kirkjunni sinni. Við altarisgöngu skal nota það sem kemur af „ávexti vínviðarins“ og þar má alveg nota þykkari vökva, sultu sem gerð er úr vínberjum. Markmiðið er að eiga samfélag við hvert annað og í þeim anda bjóðum við til altaris. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Heimild (Eric Pallant, Sourdough culture: A history of bread making from ancient to modern bakers, 2021).
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun