Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 10:26 Rúmlega 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust. Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust.
Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira