Afleit vinnubrögð hjá Vatnajökulsþjóðgarði Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. mars 2023 16:30 Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Fyrirvaralaus gjaldtaka af ferðaþjónustu Þann 2. mars síðastliðinn tók gildi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð Umhverfis - orku og loftslagsráðuneytis um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Þetta ákvæði heimilar gjaldtöku við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023. Það á með öðrum orðum að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón, þar sem stór hluti skipulagðra hópferða um landið, auk einstaklinga á bílaleigubílum, hefur viðdvöl. Þetta er gert með tæplega þriggja mánaða fyrirvara. Samkomulag um nánari samvinnu Árið 2018 gengu þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður fram með þeim hætti að það vakti mikla ólgu meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá voru hin ýmsu bílastæða- þjónustu, - svæðis og/eða gestagjöld lögð á eða hækkuð fyrirvaralaust. Í kjölfarið áttu sér stað viðræður SAF og forsvarsmanna þjóðgarðanna og ráðuneytis þeirra, þar sem sátt varð um að þjóðgarðarnir og ráðuneytið myndu eiga nánari samskipti og samvinnu við ferðaþjónustuna - sem er jú stærsti viðskiptavinur þjóðgarðanna og grundvöllur rekstrar þeirra. Hagsmunirnir fara oftast saman og því öllum í hag að samvinnan sé stöðug og góð. Þetta heiðursmannasamkomulag virðist nú gleymt og grafið innan stjórnsýslunnar og þráðurinn tekinn upp að nýju og skítt með þá sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki Í þessum samræðum var til dæmis ítrekað að ferðaþjónusta, einkum og sér í lagi pakkaferðir sem seldar eru á erlendum mörkuðum, er verðlögð að meðaltali með 18 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að allir kostnaðarliðir ferðarinnar liggi fyrir í síðasta lagi þá. Þetta þykir sjálfsagt innan greinarinnar og því gera fyrirtæki innan hennar með sér verðsamninga langt fram í tímann, sem að öllu jöfnu er staðið við. Enda verður verði á ferðum sem komnar eru í sölu erlendis ekki breytt eftir hentugleikum eftir á. Kostnaður á borð við þessi nýju gjöld í Vatnajökulsþjóðgarði, mun því leggjast sem auka skattur á ferðaþjónustufyrirtæki. Hér er um að ræða hundruð þúsunda og upp í margar milljónir króna á hvert fyrirtæki, allt eftir umsvifum hvers og eins þeirra. Ekki alfarið á móti allri gjaldtöku Til að forðast allan misskilning, þá skal það tekið fram að ferðaþjónustan leggst ekki alfarið gegn allri gjaldtöku - þvert á móti. Það er, ef hún er hófleg, vel rökstudd og tryggt sé að fjármunirnir séu eingöngu notaðir til að bæta þjónustu og upplifun ferðamanna, til náttúruverndar og sé lögð á með tilhlýðilegum fyrirvara og í samvinnu við greinina. Eins og okkur hjá SAF skildist að búið væri að sammælast um. Taktlaus aðgerð Það er sameiginlegt markmið allra að hér verði byggð upp sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar, sem tryggir stöðu greinarinnar sem burðaráss í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því er það algjörlega úr takti að opinberar stofnanir og ráðuneyti komi fram með þessum hætti og án alls tillits til eða virðingar fyrir gangverki og markaðsaðstæðna ferðaþjónustu og þeirra sem við hana starfa. Hvet ég því umhverfisráðherra eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun