Kílómetragjald komi í stað eldsneytisskatta Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:06 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu. Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Sjá meira
Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“