Tveir samningar undirritaðir en enn eru nokkrir eftir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2023 15:44 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. Kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins og VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna við HS Orku var undirritaður fyrir hádegi í dag og samningur við HS Veitur var undirritaður eftir hádegi. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og finna má í þeim samningum sem gerðir voru á almenna markaðinum og munu félagsmenn greiða atkvæði um samningana eftir að þeir verða kynntir. Í gær var þá greint frá því að félögin hafi náð samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur en samninganefnd RSÍ og VM sagði í síðustu viku viðræðurnar hafa siglt í strand. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði þá í samtali við fréttastofu um helgina að engin lausn virtist í sjónmáli með Orkuveitunni og að viðræður við önnur orkufyrirtæki gengu hægt. Úr því virðist hafa ræst eftir helgina en Kristján Þórður segir þau hafa fengið aukinn skilning á því að koma þyrfti kjarasamningsviðræðum áfram. Mikilvægt væri að gera nýja samninga til að taka við af þeim sem runnu út í nóvember. „Það er bara mjög ánægjulegt að ná að skrifa undir kjarasamninga og reyna að komast áfram í þessu,“ segir Kristján. „Nú er það þannig að við eigum eftir að klára fleiri kjarasamninga í orkugeiranum og síðan við ríki og sveitarfélög, mér telst til að það séu einhverjir sjö átta kjarasamningar eftir hjá Rafiðnaðarsambandinu eins og staðan er núna,“ segir hann enn fremur. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um samningana en hann bindur vonir við að þeir verði samþykktir. Þá er hann vongóður um aðra samninga en þó einhverjar viðræður séu komnar skemmra á veg en aðrar séu þær alla vega komnar á skrið og bráðum verði hægt að hefja viðræður um langtímasamninga. „Þá er það næsta verkefni þegar það er búið að klára þessa kjarasamninga sem að út af standa, það er að hefja viðræður um næstu samninga, sem verða vonandi lengri samningar,“ segir Kristján. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 „Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins og VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna við HS Orku var undirritaður fyrir hádegi í dag og samningur við HS Veitur var undirritaður eftir hádegi. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og finna má í þeim samningum sem gerðir voru á almenna markaðinum og munu félagsmenn greiða atkvæði um samningana eftir að þeir verða kynntir. Í gær var þá greint frá því að félögin hafi náð samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur en samninganefnd RSÍ og VM sagði í síðustu viku viðræðurnar hafa siglt í strand. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði þá í samtali við fréttastofu um helgina að engin lausn virtist í sjónmáli með Orkuveitunni og að viðræður við önnur orkufyrirtæki gengu hægt. Úr því virðist hafa ræst eftir helgina en Kristján Þórður segir þau hafa fengið aukinn skilning á því að koma þyrfti kjarasamningsviðræðum áfram. Mikilvægt væri að gera nýja samninga til að taka við af þeim sem runnu út í nóvember. „Það er bara mjög ánægjulegt að ná að skrifa undir kjarasamninga og reyna að komast áfram í þessu,“ segir Kristján. „Nú er það þannig að við eigum eftir að klára fleiri kjarasamninga í orkugeiranum og síðan við ríki og sveitarfélög, mér telst til að það séu einhverjir sjö átta kjarasamningar eftir hjá Rafiðnaðarsambandinu eins og staðan er núna,“ segir hann enn fremur. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um samningana en hann bindur vonir við að þeir verði samþykktir. Þá er hann vongóður um aðra samninga en þó einhverjar viðræður séu komnar skemmra á veg en aðrar séu þær alla vega komnar á skrið og bráðum verði hægt að hefja viðræður um langtímasamninga. „Þá er það næsta verkefni þegar það er búið að klára þessa kjarasamninga sem að út af standa, það er að hefja viðræður um næstu samninga, sem verða vonandi lengri samningar,“ segir Kristján.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 „Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34 Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
„Það þarf eitthvað til að höggva á hnútinn“ Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaraviðræðum Rafiðnaðarsambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur, að sögn formanns Rafiðnaðarsambandsins. Viðræður við önnur orkufyrirtæki gangi einnig hægt sem hægi á allri vinnu við langtímasamninga. Eitthvað þurfi til að höggva hnútinn og eru verkfallsaðgerðir ekki úr myndinni. 18. mars 2023 19:34
Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum. 16. mars 2023 14:58