Gestirnir frá Króatíu höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu í heldur bragðdaufum leik. Heimamenn áttu sí stökustu vandræðum með að koma boltanum í netið og staðan var 8-13 þegar flatuað var til hálfleiks.
Síðari hálfleikur var þó heldur skárri en sá fyrri og liðin settu fleiri mörk á töfluna. Gestirnir í Nexe hleyptu liðsmönnum Motor þó aldrei nálægt sér og unnu að lokum nokkuð öruggan fjögurra marka sigur, 23-27.
Nexe er því með góða forystu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer eftir slétta viku. Eins og áðursegir mun liðið sem hefur betur í einvíginu mæta sigurvegaranum úr einvígi Vals og Göppingen í átta liða úrslitum.