Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. mars 2023 21:21 Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins. aðsend Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Sjá meira
Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Sjá meira