Sport

„Aldrei upplifað svona stærð á varnarmönnum á ævinni“

Andri Már Eggertsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson varði 16 bolta í kvöld
Björgvin Páll Gústavsson varði 16 bolta í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur eftir sjö marka tap gegn Göppingen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 

„Það var súrt hversu stórt tapið var. Það er munur á að fara til Þýskalands með þriggja marka tapa á bakinu heldur en sjö eins og þessi leikur endaði,“ sagði Björgvin Páll svekktur með hversu stórt tap kvöldsins endaði í.

Björgvin viðurkenndi það að Valsarar gerðu sjaldséð mistök bæði í tæknifeilum ásamt því að Björgvin var ekki að koma boltanum beint á miðjuna líkt og hann er vanur að gera svo vel.

„Það var gæðin í þeim sem skapaði þessi mistök okkar sem þeir refsuðu fyrir. Við vorum að mæta frábæru handboltaliði sem rúllar á tveimur mönnum í hverri einustu stöðu. Ég held að þeirra gæði urðu okkur að falli í þessum leik. Þeir spiluðu góða vörn og ég held að ég hafi ekki upplifað svona stærð á þristum á ævinni.“

Varnarleikur Göppingen var afar vel útfærður sem varð til þess að Valsarar voru í vandræðum með stærð og þyngd gestanna frá Þýskalandi.

„Ætli það hafi ekki komið á óvart hvað þeir eru stórir og sterkir. Við vorum með þá í upphafi leiks en þá fór markmaðurinn hjá þeim að verja. Síðan í lokin fór orkan hjá okkur og það var svekkjandi að leikurinn hafi endað svona,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×