Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 10:48 Þegar mest var héldu tíu manns Irvo Otieno niðri. Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. Otieno, sem var 28 ára gamall og átti við geðræn vandamál að stríða, hafði verið tekinn af heimili sínu þann 3. mars. Þremur dögum síðar, eða þann 6. mars, var verið að flytja hann á sjúkrahús í Dinwiddiesýslu í Virginíu en hann var þá bundinn á bæði höndum og fótum. Þegar Otieno streittist á móti lögregluþjónum var honum haldið niðri þar til hann dó. Á myndbandinu má sjá að á einum tímapunkti voru tíu manns, lögregluþjónar og heilbrigðisstarfsmenn að halda Otieno niðri. Þar á meðal nokkrir sem voru með hné sín á honum. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir myndbandið sem gert var úr upptökum úr öryggismyndavél á sjúkrahúsinu og var notað við þá ákvörðun að ákæra fólkið. Myndbandið var svo birt í kjölfarið. Það sýnir hvernig Otieno var haldið niðri í ellefu mínútur, þar til tekið var eftir því að hjarta hans var hætt að slá. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Málið minnir mjög á dauða George Floyd og annarra þeldökkra manna sem dáið hafa í haldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Otieno var handtekinn þann 3. mars, eftir að hann hafði rifið upp ljós í garði nágranna móður sinnar og bankað á dyrnar þar. Hann var fluttur á sjúkrahús um tíma, þar sem leggja átti hann inn á geðdeild í þrjá sólarhringa, en fluttur í fangelsi eftir að lögreglan segir að hann hafi orðið ofbeldisfullur. Fjölskylda Otieno mótmælti því og sagði hann hafa verið rólegan og hafa lögmenn fjölskyldunnar, þeir sömu og aðstoðuðu fjölskyldu George Floyd, gagnrýnt að Otieno hafi ekki fengið að verja þremur sólarhringum á geðdeildinni. Caroline Ouko, móðir Irvo Otieno, með mynd af syni sínum. Vinstra megin við hana er lögmaður Ben Crump og hægra megin er eldri sonur hennar Leon Ochieng og lögmaðurinn Mark Krudys.AP/Daniel Sangjib Min Eftir þriggja daga fangelsisvist, þar sem lögmenn fjölskyldunnar segja að hann hafi verið beittur piparúða og ekki leyft að skola augun og þar að auki hafi hann ekki fengið lyf sín, sem móðir hans hafi reynt að koma til hans, var hann fluttur aftur á sjúkrahúsið. Lögmenn fjölskyldunnar segja að myndbandsupptökur úr fangelsinu sýni lögregluþjóna ryðjast inn í klefa Otieno, þar sem hann sat nakinn og dregið hann út. Hann var svo fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dó, eins og áður hefur verið sagt frá. NPR hefur eftir Ann Cabell Baskervill, héraðssaksóknaranum, að Otieno hafi kafnað til bana. Þá sagði hún að á milli þess sem Otieno dó og að ríkislögregla Virginíu var látin vita hafi handjárn Otieno verið fjarlægð og lík hans hreyft og þrifið. Þá var ekki hringt eftir réttarmeinafræðingi heldur haft beint samband við útfararstofnun. Þar að auki sagði Baskervill að enginn lögregluþjónanna hefði sagt rétt frá hvað gerðist, hvorki þann dag sem Otieno dó, né þegar þeir voru handteknir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19 Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Otieno, sem var 28 ára gamall og átti við geðræn vandamál að stríða, hafði verið tekinn af heimili sínu þann 3. mars. Þremur dögum síðar, eða þann 6. mars, var verið að flytja hann á sjúkrahús í Dinwiddiesýslu í Virginíu en hann var þá bundinn á bæði höndum og fótum. Þegar Otieno streittist á móti lögregluþjónum var honum haldið niðri þar til hann dó. Á myndbandinu má sjá að á einum tímapunkti voru tíu manns, lögregluþjónar og heilbrigðisstarfsmenn að halda Otieno niðri. Þar á meðal nokkrir sem voru með hné sín á honum. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir myndbandið sem gert var úr upptökum úr öryggismyndavél á sjúkrahúsinu og var notað við þá ákvörðun að ákæra fólkið. Myndbandið var svo birt í kjölfarið. Það sýnir hvernig Otieno var haldið niðri í ellefu mínútur, þar til tekið var eftir því að hjarta hans var hætt að slá. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Málið minnir mjög á dauða George Floyd og annarra þeldökkra manna sem dáið hafa í haldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Otieno var handtekinn þann 3. mars, eftir að hann hafði rifið upp ljós í garði nágranna móður sinnar og bankað á dyrnar þar. Hann var fluttur á sjúkrahús um tíma, þar sem leggja átti hann inn á geðdeild í þrjá sólarhringa, en fluttur í fangelsi eftir að lögreglan segir að hann hafi orðið ofbeldisfullur. Fjölskylda Otieno mótmælti því og sagði hann hafa verið rólegan og hafa lögmenn fjölskyldunnar, þeir sömu og aðstoðuðu fjölskyldu George Floyd, gagnrýnt að Otieno hafi ekki fengið að verja þremur sólarhringum á geðdeildinni. Caroline Ouko, móðir Irvo Otieno, með mynd af syni sínum. Vinstra megin við hana er lögmaður Ben Crump og hægra megin er eldri sonur hennar Leon Ochieng og lögmaðurinn Mark Krudys.AP/Daniel Sangjib Min Eftir þriggja daga fangelsisvist, þar sem lögmenn fjölskyldunnar segja að hann hafi verið beittur piparúða og ekki leyft að skola augun og þar að auki hafi hann ekki fengið lyf sín, sem móðir hans hafi reynt að koma til hans, var hann fluttur aftur á sjúkrahúsið. Lögmenn fjölskyldunnar segja að myndbandsupptökur úr fangelsinu sýni lögregluþjóna ryðjast inn í klefa Otieno, þar sem hann sat nakinn og dregið hann út. Hann var svo fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dó, eins og áður hefur verið sagt frá. NPR hefur eftir Ann Cabell Baskervill, héraðssaksóknaranum, að Otieno hafi kafnað til bana. Þá sagði hún að á milli þess sem Otieno dó og að ríkislögregla Virginíu var látin vita hafi handjárn Otieno verið fjarlægð og lík hans hreyft og þrifið. Þá var ekki hringt eftir réttarmeinafræðingi heldur haft beint samband við útfararstofnun. Þar að auki sagði Baskervill að enginn lögregluþjónanna hefði sagt rétt frá hvað gerðist, hvorki þann dag sem Otieno dó, né þegar þeir voru handteknir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19 Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57
Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33