Ekki sama gamla tuggan aftur Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 22. mars 2023 13:30 Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Samgöngur Borgarlína Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun