Deila vegna hundaleikfangs, viskís og hundaskíts ratar til Hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 16:59 Flaska af Jack Daniels annars vegar og hið umdeilda hundaleikfang hins vegar. Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að viskíflaskan er vinstra megin. AP/Jessica Gresko Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál Jack Daniels gegn framleiðendum hundaleikfangs sem lítur út eins og viskíflöskur. Lögmenn brugghússins segja hundaleikfangið tengja viskíið við hundaskít. Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda. Bandaríkin Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda.
Bandaríkin Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira