Lyfjaskortur í Bandaríkjunum eykst um 30 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 11:54 Lyfjaskortur getur ógnað þjóðaröryggi, sagði á nefndarfundinum í gær. Lyfjaskortur í Bandaríkjunum jókst um 30 prósent á síðasta ári samanborið við árið 2021. Meðalbiðtími eftir því að lyf yrðu aftur fáanleg voru átján mánuðir en lyf hafa verið ófáanleg í allt að fimmtán ár. Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi þjóðaröryggisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Meðal þeirra lyfja sem skortur hefur verið á eru algeng sýklalyf, svæfingalyf og vökvar sem eru notaðir til að halda lyfjaslöngum hreinum. Öldungadeildarþingmaðurinn Gary Peters, formaður nefndarinnar, sagði skortinn ekki aðeins ógn við velferð sjúklinga heldur einnig ógn gegn þjóðaröryggi. Ástæður lyfjaskortsins voru sagðar margvíslegar; meðal annars ýmsir efnahagslegir þættir, ógegnsæ birgðakeðja og sú staðreynd að 80 til 90 prósent allra lyfja væru framleidd utan landsteinanna. Meðal þeirra sem báru vitni fyrir þingnefndinni var krabbameinsskurðlæknirinn Andrew Shuman, sem sagði skort á krabbameinslyfjum „hægfara harmleik“. Hann nefndi sem dæmi nýlegan skort á krabbameinslyfinu etópósíð, sem varð til þess að hann varð að ákveða með sér hver ætti að fá lyfið og hver ekki. „Sem læknir sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn krabbameini, þá er erfitt að tjá það hversu hræðilegt það er,“ sagði Shuman. Hann sagði að lyfjafræðingi hefði tekist að láta lyfjaforða sjúkrahússins duga í það skiptið en að það ætti ekki að vera undir þeim komið að reyna að nýta hvern einasta dropa þegar líf væru í húfi. Etópósíð er á sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar en ekki á skrá yfir lyf sem skortur er á. Vimala Raghavendran, yfirmaður hjá stofnuninni U.S. Pharmacopeia, sem vinnur að því að tryggja öruggar lyfjabirgðir, sagði starfsmenn sína hafa komist að því að þau lyf sem helst myndaðist skortur á væru ódýr lyf, lyf sem væru flókin í framleiðslu eða lyf sem hefðu ekki staðist gæðakröfur og verið innkölluð. Þá var bent á að ódýrustu lyfin væru gjarnan framleidd á afmörkuðum svæðum á Indlandi og í Kína, þar sem framleiðslan kostaði lítið, en á sama tíma væri framleiðslan viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum á borð við náttúruhamfarir eða pólitískan óróa. Sérfræðingar sem mættu fyrir nefndina sögðu að gera mætti ýmsar úrbætur, til að mynda fylgjast betur með framboði af virkum efnum í lyfjaframleiðslu. Þá mætti fylgjast betur með frammistöðu framleiðenda og verðlauna þá sem stæðu sig hvað varðar framboð og gæði. Krabbameinslæknirinn Shuman var einn þeirra sem sagði nauðsynlegt að taka upp hvata fyrir fyrirtæki sem framleiddu ódýr en nauðsynleg lyf. Til að mynda hefði myndast skortur á augndropum sem væru hræódýrir en réðu úrslitum um það hvort ákveðinn sjúklingahópur héldi sjóninni eða yrði blindur. Benti hann á að smásöluverð lyfja endurspeglaði ekki alltaf mikilvægi þeirra fyrir sjúklinga. New York Times greindi frá. Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi þjóðaröryggisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Meðal þeirra lyfja sem skortur hefur verið á eru algeng sýklalyf, svæfingalyf og vökvar sem eru notaðir til að halda lyfjaslöngum hreinum. Öldungadeildarþingmaðurinn Gary Peters, formaður nefndarinnar, sagði skortinn ekki aðeins ógn við velferð sjúklinga heldur einnig ógn gegn þjóðaröryggi. Ástæður lyfjaskortsins voru sagðar margvíslegar; meðal annars ýmsir efnahagslegir þættir, ógegnsæ birgðakeðja og sú staðreynd að 80 til 90 prósent allra lyfja væru framleidd utan landsteinanna. Meðal þeirra sem báru vitni fyrir þingnefndinni var krabbameinsskurðlæknirinn Andrew Shuman, sem sagði skort á krabbameinslyfjum „hægfara harmleik“. Hann nefndi sem dæmi nýlegan skort á krabbameinslyfinu etópósíð, sem varð til þess að hann varð að ákveða með sér hver ætti að fá lyfið og hver ekki. „Sem læknir sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn krabbameini, þá er erfitt að tjá það hversu hræðilegt það er,“ sagði Shuman. Hann sagði að lyfjafræðingi hefði tekist að láta lyfjaforða sjúkrahússins duga í það skiptið en að það ætti ekki að vera undir þeim komið að reyna að nýta hvern einasta dropa þegar líf væru í húfi. Etópósíð er á sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar en ekki á skrá yfir lyf sem skortur er á. Vimala Raghavendran, yfirmaður hjá stofnuninni U.S. Pharmacopeia, sem vinnur að því að tryggja öruggar lyfjabirgðir, sagði starfsmenn sína hafa komist að því að þau lyf sem helst myndaðist skortur á væru ódýr lyf, lyf sem væru flókin í framleiðslu eða lyf sem hefðu ekki staðist gæðakröfur og verið innkölluð. Þá var bent á að ódýrustu lyfin væru gjarnan framleidd á afmörkuðum svæðum á Indlandi og í Kína, þar sem framleiðslan kostaði lítið, en á sama tíma væri framleiðslan viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum á borð við náttúruhamfarir eða pólitískan óróa. Sérfræðingar sem mættu fyrir nefndina sögðu að gera mætti ýmsar úrbætur, til að mynda fylgjast betur með framboði af virkum efnum í lyfjaframleiðslu. Þá mætti fylgjast betur með frammistöðu framleiðenda og verðlauna þá sem stæðu sig hvað varðar framboð og gæði. Krabbameinslæknirinn Shuman var einn þeirra sem sagði nauðsynlegt að taka upp hvata fyrir fyrirtæki sem framleiddu ódýr en nauðsynleg lyf. Til að mynda hefði myndast skortur á augndropum sem væru hræódýrir en réðu úrslitum um það hvort ákveðinn sjúklingahópur héldi sjóninni eða yrði blindur. Benti hann á að smásöluverð lyfja endurspeglaði ekki alltaf mikilvægi þeirra fyrir sjúklinga. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira