Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2023 20:00 Yfirlögfræðingur umboðsmans skuldara kallar eftir lagabreytingu. arnar halldórsson Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. Í gær sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp gamalt námslán sonar síns sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum svo hann kæmist í nám. Sýslumaður hyggst nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna útistandandi kröfu en á þeim tíma var það skilyrði að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig. Þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar, reglunum var þó ekki breytt afturvirkt í tilviki þeirra lántakenda sem voru í vanskilum og er því hópur fólks þarna úti sem varð eftir. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum í gær. Miklar afleiðingar Yfirlögfræðingur hjá embætti umboðsmanns skuldara segir það hafa verið mistök að leggja ábyrgðarmannakerfið ekki af í heild sinni. „Því við sjáum núna afleiðingarnar af þessum málum þar sem við erum með ábyrgðarmenn, stundum í þeirri stöðu að geta ekki staðið undir þessum skuldbindingum og það eru engar lausnir í boði,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Árangurslaust fjárnám hjá 105 manns Í nýlegu svari háskólaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna kemur fram að heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, nemi um fjórum milljörðum króna. Sjóðurinn hefur fengið rúmar 16 milljónir frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna lána á árinu 2021 og sama ár var gert árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum. Lovísa segir þessar tölur sýna að innheimtan þjóni ekki árangri. „Það er eins og þú segir, þarf innheimtan að vera með þessum hætti ef ljóst er að um ógjaldfæra einstaklinga er að ræða og innheimtan þjónar ekki árangri?“ Skoða þurfi innheimtuhætti lánasjóðsins Hún segist mjög gagnrýnin á innheimtukerfi lánasjóðsins sem virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan.“ Óeðlilegt sé að einkaaðilar stundi innheimtuna enda geti ákvarðanir þeirra verið drifnar áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Eðlilegra væri að innheimtan væri á vegum ríkisins og segir Lovísa að alvarlega þurfi að skoða innheimtuhætti lánasjóðsins. Kallar eftir lagabreytingu Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa reglulega viðrað áhyggjur af þessari stöðu bæði við háskólaráðherra, félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra lánasjóðsins en Lovísa segist vona að raddir þeirra fái að heyrast í starfshópi sem endurskoðar nú lög um menntasjóð námsmanna. „Það sem við sjáum alveg klárlega er að það þarf að breyta löggjöfinni á þann hátt að veita heimildir til niðurfellingar gagnvart lánþegum og ábyrgðarmönnum sem hafa bara einfaldlega ekki tök á að greiða af skuldbindingum.“ Námslán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Í gær sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp gamalt námslán sonar síns sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum svo hann kæmist í nám. Sýslumaður hyggst nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna útistandandi kröfu en á þeim tíma var það skilyrði að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig. Þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar, reglunum var þó ekki breytt afturvirkt í tilviki þeirra lántakenda sem voru í vanskilum og er því hópur fólks þarna úti sem varð eftir. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum í gær. Miklar afleiðingar Yfirlögfræðingur hjá embætti umboðsmanns skuldara segir það hafa verið mistök að leggja ábyrgðarmannakerfið ekki af í heild sinni. „Því við sjáum núna afleiðingarnar af þessum málum þar sem við erum með ábyrgðarmenn, stundum í þeirri stöðu að geta ekki staðið undir þessum skuldbindingum og það eru engar lausnir í boði,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Árangurslaust fjárnám hjá 105 manns Í nýlegu svari háskólaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna kemur fram að heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, nemi um fjórum milljörðum króna. Sjóðurinn hefur fengið rúmar 16 milljónir frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna lána á árinu 2021 og sama ár var gert árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum. Lovísa segir þessar tölur sýna að innheimtan þjóni ekki árangri. „Það er eins og þú segir, þarf innheimtan að vera með þessum hætti ef ljóst er að um ógjaldfæra einstaklinga er að ræða og innheimtan þjónar ekki árangri?“ Skoða þurfi innheimtuhætti lánasjóðsins Hún segist mjög gagnrýnin á innheimtukerfi lánasjóðsins sem virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan.“ Óeðlilegt sé að einkaaðilar stundi innheimtuna enda geti ákvarðanir þeirra verið drifnar áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Eðlilegra væri að innheimtan væri á vegum ríkisins og segir Lovísa að alvarlega þurfi að skoða innheimtuhætti lánasjóðsins. Kallar eftir lagabreytingu Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa reglulega viðrað áhyggjur af þessari stöðu bæði við háskólaráðherra, félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra lánasjóðsins en Lovísa segist vona að raddir þeirra fái að heyrast í starfshópi sem endurskoðar nú lög um menntasjóð námsmanna. „Það sem við sjáum alveg klárlega er að það þarf að breyta löggjöfinni á þann hátt að veita heimildir til niðurfellingar gagnvart lánþegum og ábyrgðarmönnum sem hafa bara einfaldlega ekki tök á að greiða af skuldbindingum.“
Námslán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12