Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 21:44 Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter og fagnaði réttlætinu. Getty/Boddi Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Talsmaður héraðssaksóknara í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir að ákæran hafi verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. AP fréttaveitan greinir frá. Konan sem var áður í sambandi með Roiland kærði hann árið 2020 fyrir meint heimilisofbeldi. Hann var handtekinn í ágúst sama ár en sleppt gegn tryggingu. Konan fékk nálgunarbann á hendur honum, en hann hefur ávallt neitað ásökununum. Málið velktist innan dómskerfisins í nokkurn tíma og var hann formlega ákærður í janúar á þessu ári. Flestöll fyrirtæki, þar á meðal Adult Swim sem framleiddi Rick and Morty þættina, ráku Roiland í kjölfar ákærunnar. Streymisveitan Hulu gerði slíkt hið sama en Roiland vann að gerð tveggja þátta, Solar Opposites og Koala Man. Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter í gær. Hann sagðist ávallt hafa vitað að ásakanirnar væru lygi, og sagðist aldrei hafa efast um að sannleikurinn kæmi í ljós. Roiland segist ætla að halda áfram að sinna skapandi verkefnum og byggja upp mannorð sitt að nýju. „Ég er þakklátur fyrir að ákæran hafi verið látin niður falla en á sama tíma er ég sleginn yfir hræðilegu lygasögunum sem upp komu á yfirborðið á meðan þessu stóð. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn út í þá sem stukku til og dæmdu mig, án þess að vita hið sanna, og það einungis byggt á orðum bitrar fyrrverandi kærustu, sem hafði það eina markmið að láta slaufa mér. Það, að það hafi gengið eftir – og jafnvel aðeins að hluta – er skammarlegt.“ justice pic.twitter.com/1q9M4GA6MV— Justin Roiland (@JustinRoiland) March 22, 2023 Heimilisofbeldi Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Talsmaður héraðssaksóknara í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir að ákæran hafi verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. AP fréttaveitan greinir frá. Konan sem var áður í sambandi með Roiland kærði hann árið 2020 fyrir meint heimilisofbeldi. Hann var handtekinn í ágúst sama ár en sleppt gegn tryggingu. Konan fékk nálgunarbann á hendur honum, en hann hefur ávallt neitað ásökununum. Málið velktist innan dómskerfisins í nokkurn tíma og var hann formlega ákærður í janúar á þessu ári. Flestöll fyrirtæki, þar á meðal Adult Swim sem framleiddi Rick and Morty þættina, ráku Roiland í kjölfar ákærunnar. Streymisveitan Hulu gerði slíkt hið sama en Roiland vann að gerð tveggja þátta, Solar Opposites og Koala Man. Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter í gær. Hann sagðist ávallt hafa vitað að ásakanirnar væru lygi, og sagðist aldrei hafa efast um að sannleikurinn kæmi í ljós. Roiland segist ætla að halda áfram að sinna skapandi verkefnum og byggja upp mannorð sitt að nýju. „Ég er þakklátur fyrir að ákæran hafi verið látin niður falla en á sama tíma er ég sleginn yfir hræðilegu lygasögunum sem upp komu á yfirborðið á meðan þessu stóð. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn út í þá sem stukku til og dæmdu mig, án þess að vita hið sanna, og það einungis byggt á orðum bitrar fyrrverandi kærustu, sem hafði það eina markmið að láta slaufa mér. Það, að það hafi gengið eftir – og jafnvel aðeins að hluta – er skammarlegt.“ justice pic.twitter.com/1q9M4GA6MV— Justin Roiland (@JustinRoiland) March 22, 2023
Heimilisofbeldi Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35