Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 20:01 Árið 1993 gekkst Hulda Guðmundsdóttir í ábyrgð fyrir námsláni sonar hennar svo hann gæti tekið lán til að komast í nám í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var krafa að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig en þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar. Háskólaráðherra vill endurskoða málið. Vísir/Arnar Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. Í fyrradag sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp námslán sonar hennar sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Ein krafa stendur eftir og hyggst sýslumaður nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna skuldarinnar. Líkt og við höfum greint frá hefur þetta ábyrgðarmannakerfi nú verið lagt af en þó ekki afturvirkt í tilviki þeirra lána sem voru í vanskilum og situr því hópur eldra fólks eftir, sumt með miklar skuldir á bakinu, vegna kerfis sem í dag þykir ekki ástæða til að viðhafa. „Maður hefur auðvitað mjög mikla samúð með þessari konu og þeim eldri borgurum sem hafa lent í því að hafa skrifað upp á lán og standa eftir í miklum skuldum vegna þessa. Og maður skilur að fólki finnist þetta óskiljanlegt, að þarna sé gengið á eftir ábyrgðarmönnum sem skrifuðu upp á lán,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra. Háskólaráðherra hefur þess vegna óskað eftir gögnum um þennan hóp ábyrgðarmanna sem skilinn var eftir þegar kerfið var lagt af. „Af hverju þessi hópur var skilinn eftir? Hvað er þessi hópur stór? Og hvernig gengur að innheimta? Það virðist vera að innheimta á þessum ábyrgðum gangi mjög illa og borgi sig eiginlega varla. Þess vegna hef ég óskað eftir betri gögnum um þennan hóp og er búin að taka þetta inn í umræðu um endurskoðun á núverandi lögum.“ Líkt og fram kom í frétt okkar í gær nemur heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, um fjórum milljörðum króna og árið 2021 var farið í aðfarargerðir hjá 105 ábyrgðarmönnum og í öllum tilvikum var fjárnám árangurslaust. „Þarna sést alveg svart á hvítu að það innheimtist mjög lítill hluti af því sem er útistandandi gagnvart þessum ábyrðgarmönnum og það gefur alveg tilefni til endurskoðunar.“ Námslán Háskólar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Í fyrradag sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp námslán sonar hennar sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Ein krafa stendur eftir og hyggst sýslumaður nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna skuldarinnar. Líkt og við höfum greint frá hefur þetta ábyrgðarmannakerfi nú verið lagt af en þó ekki afturvirkt í tilviki þeirra lána sem voru í vanskilum og situr því hópur eldra fólks eftir, sumt með miklar skuldir á bakinu, vegna kerfis sem í dag þykir ekki ástæða til að viðhafa. „Maður hefur auðvitað mjög mikla samúð með þessari konu og þeim eldri borgurum sem hafa lent í því að hafa skrifað upp á lán og standa eftir í miklum skuldum vegna þessa. Og maður skilur að fólki finnist þetta óskiljanlegt, að þarna sé gengið á eftir ábyrgðarmönnum sem skrifuðu upp á lán,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra. Háskólaráðherra hefur þess vegna óskað eftir gögnum um þennan hóp ábyrgðarmanna sem skilinn var eftir þegar kerfið var lagt af. „Af hverju þessi hópur var skilinn eftir? Hvað er þessi hópur stór? Og hvernig gengur að innheimta? Það virðist vera að innheimta á þessum ábyrgðum gangi mjög illa og borgi sig eiginlega varla. Þess vegna hef ég óskað eftir betri gögnum um þennan hóp og er búin að taka þetta inn í umræðu um endurskoðun á núverandi lögum.“ Líkt og fram kom í frétt okkar í gær nemur heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, um fjórum milljörðum króna og árið 2021 var farið í aðfarargerðir hjá 105 ábyrgðarmönnum og í öllum tilvikum var fjárnám árangurslaust. „Þarna sést alveg svart á hvítu að það innheimtist mjög lítill hluti af því sem er útistandandi gagnvart þessum ábyrðgarmönnum og það gefur alveg tilefni til endurskoðunar.“
Námslán Háskólar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12
Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“