Segir skilaboðin fölsuð og vísar ásökunum á bug Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 17:27 Þorsteinn er aðgerðarsinni og femínisti sem hefur verið mjög áberandi síðustu ár í jafnréttisbaráttunni. Hann byrjaði að flytja fyrirlestra um karlmennsku og jafnrétti meðfram meistaranáminu sínu í kynjafræði og það gerir hann enn. Þorsteinn heldur einnig úti hlaðvarpinu Karlmennskan. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, vísar ásökunum, um að hann hafi setið um konu fyrir rúmum fimmtán árum síðan, á bug. Hann segir skilaboð, sem eiga að hafa verið send í hans nafni, fölsuð. Skilaboð fóru nýlega í dreifingu á samfélagsmiðlum sem áttu að sýna sögu lettneskrar konu sem sakaði Þorstein um að hafa setið um sig árin 2006 og 2007. Hún á að hafa unnið á Sólon, og sagði Þorstein hafa sýnt af sér „ofbeldisfulla hegðun eltihrellis.“ Vefsíðan fréttin.is fjallaði meðal annars um málið en í skilaboðum til konunnar á Þorsteinn að hafa skotið föstum skotum á ritstjóra miðilsins og kallað hana „klikkaðan batshit skít.“ Síðar fóru fleiri skilaboð í dreifingu, Facebook-skilaboð, sem áttu að sanna að Þorsteinn hafi sent á konuna: „Þú vilt alls ekki hafa mig sem óvin,“ og fleira í þeim dúr. Nafnlaus Twitter-aðgangur Þorsteinn segir skilaboðin fölsuð. „Samkvæmt nafnlausum aðgangi á Twitter, sem virðist búið að eyða núna, á ég að hafa eltihrellt lettneska stelpu sem á að hafa unnið á Sólon 2006/7. Frásögn sem var komið í dreifingu af sama Twitter aðgangi og dreift af fólki sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð áður. Viku eftir að þessari frásögn var komið í dreifingu fór annað skjáskot af stað, sem átti að sýna skilaboð frá mér til þessarar stelpu þar sem ég á að hafa hótað henni fyrir að vera „segja frá”.“ Hann birtir mynd sem á að sýna mismuninn á raunverulega Facebook-aðgangi hans og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr. Þorsteinn sýnir mismun á hans eigin aðgangi og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr.Facebook Þorsteinn segir að fortíð hans sé engin feluleikur, hann hafi raunsanna innsýn og skilning á karlmennsku, og gert margt sem hann væri ekki stoltur af. Eltihrellir væri hann ekki. „Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, misbresti, mistök, karlrembu og axla ábyrgð. Axla ábyrgð á fortíð og forréttindum til að vera ekki orðin tóm og það hef ég og vil gera af einlægni og auðmýkt. Hann segir að þeir sem hatist út í aktívista, bendi á ofbeldi og varpi ljósi á misrétti og forréttindi, þrái að þagga niður í honum. „Klikkaðasta tilraunin til að þagga niður í mér og gera mig ótrúverðugan er skjáskot, sem margir af mínum helstu „haters“ (þröngur hópur) hafa dreift óspart, af frásögn latneskrar stelpu sem ég á að hafa eltihrellt árið 2006/7. Nafnlaust skjáskot dreift af nafnlausum accounti, sem áður var búinn að drulla yfir þekktar íslenskar baráttukonur – en hefur nú verið lokað.“ Þorsteinn segir ólýsanlega sárt að til sé fólk sem falsi skilaboð í hans nafni.Facebook Jafnréttismál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 „Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skilaboð fóru nýlega í dreifingu á samfélagsmiðlum sem áttu að sýna sögu lettneskrar konu sem sakaði Þorstein um að hafa setið um sig árin 2006 og 2007. Hún á að hafa unnið á Sólon, og sagði Þorstein hafa sýnt af sér „ofbeldisfulla hegðun eltihrellis.“ Vefsíðan fréttin.is fjallaði meðal annars um málið en í skilaboðum til konunnar á Þorsteinn að hafa skotið föstum skotum á ritstjóra miðilsins og kallað hana „klikkaðan batshit skít.“ Síðar fóru fleiri skilaboð í dreifingu, Facebook-skilaboð, sem áttu að sanna að Þorsteinn hafi sent á konuna: „Þú vilt alls ekki hafa mig sem óvin,“ og fleira í þeim dúr. Nafnlaus Twitter-aðgangur Þorsteinn segir skilaboðin fölsuð. „Samkvæmt nafnlausum aðgangi á Twitter, sem virðist búið að eyða núna, á ég að hafa eltihrellt lettneska stelpu sem á að hafa unnið á Sólon 2006/7. Frásögn sem var komið í dreifingu af sama Twitter aðgangi og dreift af fólki sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð áður. Viku eftir að þessari frásögn var komið í dreifingu fór annað skjáskot af stað, sem átti að sýna skilaboð frá mér til þessarar stelpu þar sem ég á að hafa hótað henni fyrir að vera „segja frá”.“ Hann birtir mynd sem á að sýna mismuninn á raunverulega Facebook-aðgangi hans og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr. Þorsteinn sýnir mismun á hans eigin aðgangi og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr.Facebook Þorsteinn segir að fortíð hans sé engin feluleikur, hann hafi raunsanna innsýn og skilning á karlmennsku, og gert margt sem hann væri ekki stoltur af. Eltihrellir væri hann ekki. „Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, misbresti, mistök, karlrembu og axla ábyrgð. Axla ábyrgð á fortíð og forréttindum til að vera ekki orðin tóm og það hef ég og vil gera af einlægni og auðmýkt. Hann segir að þeir sem hatist út í aktívista, bendi á ofbeldi og varpi ljósi á misrétti og forréttindi, þrái að þagga niður í honum. „Klikkaðasta tilraunin til að þagga niður í mér og gera mig ótrúverðugan er skjáskot, sem margir af mínum helstu „haters“ (þröngur hópur) hafa dreift óspart, af frásögn latneskrar stelpu sem ég á að hafa eltihrellt árið 2006/7. Nafnlaust skjáskot dreift af nafnlausum accounti, sem áður var búinn að drulla yfir þekktar íslenskar baráttukonur – en hefur nú verið lokað.“ Þorsteinn segir ólýsanlega sárt að til sé fólk sem falsi skilaboð í hans nafni.Facebook
Jafnréttismál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 „Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01
„Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30