Óttast að umdeildar breytingar ógni öryggi Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 09:13 Lögregla beitti háþrýstidælum á mótmælendur í Tel Aviv á fimmtudag. Mótmæli héldu áfram um helgina. AP/Oded Balilty Varnarmálaráðherra Ísraels hvatti ríkisstjórnina til þess að hætta við umdeildar breytingar á dómstólum landsins í gær. Hann óttast að hatrammar deilur um breytingarnar ógni þjóðaröryggi landsins. Hörð mótmæli hafa geisað í Ísrael vegna breytingar sem ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra vill gera á dómstólum undanfarnar vikur. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa mótmælt breytingunum í Tel Aviv í gær. Gagnrýnendur frumvarpsins segja það ógn við lýðræðið. Yrði frumvarpið að lögum fengi ríkisstjórnin frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstiréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Einhverjar efasemdaraddir hafa verið innan samsteypustjórnar Netanjahú en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er fyrsti háttsetti ráðherrann til þess að mæla gegn frumvarpinu opinberlega og afdráttarlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Vaxandi klofningur er byrjaður að teygja sig inn í herinn og öryggisstofnanir. Þetta er klár, aðsteðjandi og raunveruleg ógn við öryggi Ísraels. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu,“ sagði Gallant í stuttu sjónvarpsávarpi í gær. Netanjahú, sem er ákærður fyrir spillingu, er í opinberri heimsókn í London. Hann er undir þrýstingi frá hægriöfgamönnum í ríkisstjórninni um að keyra breytingarnar í gegn. Itamar Ben-Gvir, ráðherra lögreglumála, hvatti hann til þess að reka Gallant sem hann sakaði um að kikna undan þrýstingi mótmælenda. Ísrael Tengdar fréttir Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hörð mótmæli hafa geisað í Ísrael vegna breytingar sem ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra vill gera á dómstólum undanfarnar vikur. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa mótmælt breytingunum í Tel Aviv í gær. Gagnrýnendur frumvarpsins segja það ógn við lýðræðið. Yrði frumvarpið að lögum fengi ríkisstjórnin frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstiréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Einhverjar efasemdaraddir hafa verið innan samsteypustjórnar Netanjahú en Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er fyrsti háttsetti ráðherrann til þess að mæla gegn frumvarpinu opinberlega og afdráttarlaust, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Vaxandi klofningur er byrjaður að teygja sig inn í herinn og öryggisstofnanir. Þetta er klár, aðsteðjandi og raunveruleg ógn við öryggi Ísraels. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu,“ sagði Gallant í stuttu sjónvarpsávarpi í gær. Netanjahú, sem er ákærður fyrir spillingu, er í opinberri heimsókn í London. Hann er undir þrýstingi frá hægriöfgamönnum í ríkisstjórninni um að keyra breytingarnar í gegn. Itamar Ben-Gvir, ráðherra lögreglumála, hvatti hann til þess að reka Gallant sem hann sakaði um að kikna undan þrýstingi mótmælenda.
Ísrael Tengdar fréttir Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. 24. mars 2023 08:00