Æ fleiri karlar pissa sitjandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. mars 2023 14:30 Margar ástæður eru fyrir því að æ fleiri karlar velja að pissa sitjandi. Það ku vera þægilegra, það er hreinlegra og svo getur það verið heilsusamlegra, sérstaklega eftir miðjan aldur. Sumir vilja meina að aukin þátttaka karla við heimilisþrif valdi því að þeir velji í auknum mæli að sitja við þvaglát. Getty Images Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Í Þýskalandi geta menn orðið fyrir því á almenningssalernum að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið. Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma. Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma.
Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira