„Gaur, hættu að hrósa mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson lyftir hér Íslandsmestaraskildinum eftir að Blikar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir það raunhæft markmið að íslenskt lið komist í riðlakeppni á Evrópumótunum í knattspyrnu. Óskar Hrafn ræddi drauma um að komast langt í Evrópu við Guðjón Guðmundsson. Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira