„Sá alveg fullt af tækifærum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 12:31 Snorri Steinn hefur trú á sínum mönnum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í Göppingen í gærmorgun eftir að hafa lent í Þýskalandi kvöldið áður. Snorri Steinn segir æfinguna hafa gengið fínt. „Hún gekk bara ágætlega. Það er alltaf eitthvað, þegar maður er þjálfari, sem maður hefði viljað sjá betra. Hefðbundin æfing þannig séð róleg og taktísk fyrir það sem við viljum gera í leiknum. En svo þarf að framkvæma það, það er oft erfiðara,“ sagði Snorri í samtali við Stöð 2 Sport í Göppingen í gær. Valsmenn gátu æft aftur síðdegis í gær en Snorri segir ekki hafa verið þörf á því. Liðið tók hins vegar aðra stutta æfingu í morgun. „Mér fannst við ekki halda á því að halda að æfa tvisvar, ég frekar lengdi æfinguna og setti meiri ákefð í hana. Svo æfum við aftur í fyrramálið, leikurinn er seint,“ sagði Snorri Steinn í gær. Klippa: Snorri Steinn í Göppingen Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og þarf Valur því að vinna þann mun upp í kvöld ef liðið ætlar ekki að kveðja Evrópukeppnina í ár. Snorri segist hafa trú á því að hægt sé að vinna muninn upp. „Ég hef alltaf trú á því. Auðvitað var maður smá svartsýnn þarna fyrst eftir þetta en svo bara horfði maður á leikinn og greindi þetta aðeins. Maður sá alveg fullt af tækifærum svo vorum við bara einfaldlega ekki nægilega góðir. Með marga feila og mikið af dauðafærum og svoleiðis,“ „Það þarf allt að ganga upp fyrir okkur í svona Evrópukeppni, ég tala ekki um á þessu stigi. Ég geri mér alltaf vonir um það að við getum náð okkar besta leik og væri rosalega til í að sjá það,“ segir Snorri Steinn. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra Stein sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01 „Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00 Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. 27. mars 2023 23:01
„Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. 27. mars 2023 20:00
Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. 27. mars 2023 18:15