„Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 23:31 Tryggvi Garðar Jónsson var svekktur með úrslitin í kvöld, en ánægður með sína eigin frammistöðu. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Garðar Jónsson gat gengið sáttur frá borði eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Tryggvi skoraði ellefu mörk fyrir Valsliðið, en það dugði þó ekki til og Valur er úr leik eftir tveggja marka tap, 33-31. Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
„Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34
„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53
Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30