Messi skoraði sitt hundraðasta landsliðsmark í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 07:30 Lionel Messi fagnar einu marka sinna í nótt. AP/Nicolas Aguilera Huggulega heimferðin hjá Lionel Messi varð enn huggulegri í nótt þegar hann skoraði þrennu í 7-0 stórsigri Argentínu á Curacao í vináttulandsleik sem var spilaður í Argentínu. Messi hefur verið heiðraður við hvert tækifæri í þessari ferð heim til Argentínu en argentínska landsliðið spilaði þar líka tvo fyrstu leiki sína sem ríkjandi heimsmeistarar. FIRST HALF HAT-TRICK FOR LIONEL MESSI HE'S SCORED 102 GOALS FOR ARGENTINA #BBCFootball pic.twitter.com/zcU8go3VK2— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2023 Þeir áhorfendur sem voru svo heppnir að ná sér í miða fengu líka eitthvað fyrir peninginn því einn allra besti fótboltamaður sögunnar var á skotskónum. Messi þurfti bara fyrri hálfleikinn til að skora þrennu en um leið náði hann enn einum tímamótunum á hans ferli. Með fyrsta marki sínu í þrennunni þá var hann kominn með hundrað mörk fyrir argentínska landsliðið og er hann fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær því. Messi hefur nú skorað 102 mörk í 174 landsleikjum þar af er hann með 31 mark í 32 leikjum frá og með árinu 2021. Það eru sautján ár síðan að Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir argentínska landsliðið sem var í tapi á móti Króatíu í mars 2006. Þetta var hans sjöunda þrenna fyrir landsliðið. Argentina honor Leo Messi after reaching 100 goals for his country (via @TyCSports)pic.twitter.com/CQxGU1q1ml— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 Messi hafði skoraði sitt átta hundraðasta mark á ferlinum í hinum leik gluggans þar sem Argentína vann 2-0 sigur á Panama. Messi skoraði mörkin sín í nótt á 20., 33. og 37. mínútu en hann lagði líka upp mark fyrir Chelsea manninn Enzo Fernández á 35. mínútu. Nicolás González skoraði annað mark leiksins á 23. mínútu. Staðan var 5-0 í hálfleik en síðustu tvö mörkin komu á 78. og 87. mínútu. Það fyrra skoraði Ángel Di María úr vítaspyrnu en það síðasta skoraði Gonzalo Montiel. LEO MESSI SCORES HIS 100TH GOAL FOR ARGENTINA pic.twitter.com/puQfN9ztQ1— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023 Leo Messi s last 14 games for Argentina: pic.twitter.com/jkHdRQckJ0— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Messi hefur verið heiðraður við hvert tækifæri í þessari ferð heim til Argentínu en argentínska landsliðið spilaði þar líka tvo fyrstu leiki sína sem ríkjandi heimsmeistarar. FIRST HALF HAT-TRICK FOR LIONEL MESSI HE'S SCORED 102 GOALS FOR ARGENTINA #BBCFootball pic.twitter.com/zcU8go3VK2— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2023 Þeir áhorfendur sem voru svo heppnir að ná sér í miða fengu líka eitthvað fyrir peninginn því einn allra besti fótboltamaður sögunnar var á skotskónum. Messi þurfti bara fyrri hálfleikinn til að skora þrennu en um leið náði hann enn einum tímamótunum á hans ferli. Með fyrsta marki sínu í þrennunni þá var hann kominn með hundrað mörk fyrir argentínska landsliðið og er hann fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær því. Messi hefur nú skorað 102 mörk í 174 landsleikjum þar af er hann með 31 mark í 32 leikjum frá og með árinu 2021. Það eru sautján ár síðan að Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir argentínska landsliðið sem var í tapi á móti Króatíu í mars 2006. Þetta var hans sjöunda þrenna fyrir landsliðið. Argentina honor Leo Messi after reaching 100 goals for his country (via @TyCSports)pic.twitter.com/CQxGU1q1ml— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 Messi hafði skoraði sitt átta hundraðasta mark á ferlinum í hinum leik gluggans þar sem Argentína vann 2-0 sigur á Panama. Messi skoraði mörkin sín í nótt á 20., 33. og 37. mínútu en hann lagði líka upp mark fyrir Chelsea manninn Enzo Fernández á 35. mínútu. Nicolás González skoraði annað mark leiksins á 23. mínútu. Staðan var 5-0 í hálfleik en síðustu tvö mörkin komu á 78. og 87. mínútu. Það fyrra skoraði Ángel Di María úr vítaspyrnu en það síðasta skoraði Gonzalo Montiel. LEO MESSI SCORES HIS 100TH GOAL FOR ARGENTINA pic.twitter.com/puQfN9ztQ1— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023 Leo Messi s last 14 games for Argentina: pic.twitter.com/jkHdRQckJ0— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira