„Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur; við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 07:27 Sigur Rós á tónleikum í Glasgow í fyrra. Getty/Redferns/Roberto Ricciuti „Já já, þetta gerði skaða. Þetta gerði meiri skaða en við héldum,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, um skattamál sem meðlimir sveitarinnar hafa haft hangandi yfir höfðum sér frá árinu 2014. Málinu virðist nú vera lokið, eftir að Landsréttur vísaði eftirstöðum málsins frá í síðustu viku. „Ég hreinlega veit það ekki,“ svaraði Georg þegar hann var spurður að því í Bítinu á mánudag hvort hljómsveitin ætti skaðabótakröfu á ríkisskattstjóra eftir allt sem á undan væri gengið. „Ég er bara feginn að þetta er búið. Og þetta var lexía.“ Fjölmiðlar fluttu fyrst fregnir af málinu árið 2018, þegar greint var frá því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir hljómsveitarmeðlima upp á 800 milljónir króna, að kröfu tollstjóra. Seinna kom í ljós að þeir voru grunaðir um að hafa svikist um að greiða 150 milljónir í skatt. Í yfirlýsingu sögðu meðlimir Sigur Rósar að síðla árs 2014 hefði hljómsveitinni verið tilkynnt að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsskilum á tímabilinu 2010 til 2014. Þetta hefði komið hljómsveitinni í opna skjöldu og nýtt bókhaldsfyrirtæki ráðið til að koma skattskilum og framtalsgerð í rétt horf. Meðlimir Sigur Rósar hefðu verið samstarfsfúsir frá upphafi. Þegar ákæra var gefin út í tengslum við meint skattalagabrot sagði Georg málið eitt stórt klúður. „Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur.. við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt,“ sagði Georg í samtali við Bítið á mánudag. „Í raun og veru þá fer eitthvað úrskeðis hjá okkur og það er eitthvað sem við viðurkennum svo bara, eitthvað sem kemur fyrir bara hjá öllum. Já, heyrðu hér er eitthvað sem ok, fór ekki alveg eins og það átti að fara. Þetta var nú ekki alveg jafn alvarlegt og það lítur út kannski í fjölmiðlum. Eða já, og við viðurkennum það bara.“ Þið gerðuð mistök? „Já, það voru gerð mistök og það var bara eitthvað sem var farið í og lagað. Og við borguðum allt sem vantaði upp á, það sem hafði farið úrskeðis plús sekt ofan á það. Eða sem sagt vexti og svo sekt. En svo fer þetta einhvern veginn lengra og það er kannski það sem er vandamálið og það sem okkur finnst kannski súrast. Og við tölum oft um það, eða alla vegna ég, að mér finnst að sama eigi að ganga yfir alla og ég er alveg sammála því. Ég er ekkert að kvarta yfir því að fólk eigi að borga skatta. Engan veginn. En það er eitthvað að í kerfinu sem ætlar svo að refsa þér tvisvar, af því að það er í engu öðru, hvorki í heiminum né í lögum á Íslandi, þannig að þú getir refsað tvisvar fyrir.“ -Sama brot? „Sama brot. Og við viljum oft líkja þessu við að ef þú keyrir yfir á rauðu og færð sekt og svo allt í einu er einhver stofnun og þeir koma bara á eftir þér og segja: Ja, við ætlum að sekta þig líka ofan á það. Og við ætlum að fá að sekta þig kannski allt að 500 eða 1.000 prósent ofan á upprunalegu sektina.“ Georg segist rétt vona að málinu sé nú endanlega lokið. „Það sem er kannski mest rotið við þetta er hversu lengi fólk er dregið í gegnum kerfið og það er.. kannski helsta ástæðan fyrir því að maður vill tala um það er að það er greinilega eitthvað að þarna í kerfinu. Það var búið að breyta lögum, það vissu allir að þetta væri ekki hægt lengur en samt er einhvern veginn haldið áfram og ástæðan fyrir að það er gott að tala um það er að það eru fleiri að ganga í gegnum þetta. Og hafa margir gengið í gegnum þetta. Og það er svo óréttlátt,“ segir hann. Hann bendir á að það séu ekki allir sem njóti þeirra forréttinda að geta staðið í hárinu á skattyfirvöldum og að líklega gefist sumir upp. Georg játar því að rekstur hljómsveitarinnar sé heilmikið fyrirtæki. Hann fari að mestu leyti fram erlendis og endurskoðendur sveitarinnar séu í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er alltof flókið fyrir okkur að setjast niður og fara að skrifa einhverja skattskýrslu,“ segir hann. Yfirsýnin og eftirfylgnin á Íslandi hafi ekki verið nógu góð en það sé engum um að kenna. „Ég verð nú að viðurkenna að þetta var svolítið þungt,“ segir Georg spurður um áhrif málsins á hljómsveitarmeðlimi. „Og eins og ég segi aftur, maður er svona að tala fyrir hönd margra annarra líka. Nú er ég búinn að finna þetta á eigin skinni og ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er. Og þetta var, fyrir okkur, mjög erfitt tímabil.“ Sem dæmi um áhrif málsins á sveitina segir hann: „Bara svona eins og þegar við fórum á síðasta túr.. tónleikaferðalag. Þá hafði þetta þau áhrif að bankinn sem við höfum unnið með í langan tíma, þeir voru eitthvað tregir því þeir vildu bara fá sönnun þess að málið væri búið eða.. þeir treystu okkur einfaldlega ekki. Ég veit ekki hvort það sé kannski bara skiljanlegt.“ Georg segir erfitt að mæla álitshnekki en stuðningurinn hafi verið áþreifanlegri. „Það sem við fundum, sem var svo jákvætt við þetta, var að allir stóðu svona við bakið á okkur; treystu því að við værum nú menn sem hefðu ekki gert eitthvað svona viljandi. Sem er sannleikurinn. Þetta er ekki eitthvað sem við lögðum upp með. Það var kannski það leiðinlegasta af þessu öllu, að það var einmitt það þveröfuga sem við lögðum upp með þegar við stofnuðum hljómsveitina og þetta fór að vera svona stærra og stærra og við vorum að fara á tónleikaferðalag um allan heiminn. Þá ákváðum við á fundi að við ætluðum að gera þetta allt samkvæmt bókinni og allt uppi á borði. Og við ætluðum að borga skatta á Íslandi, ekki í útlöndum, og þetta átti allt að vera rosalega svona..“ -Klippt og skorið? „Já, og svo fer þetta svona.“ -En hvað er að frétta af sveitinni? „Það er allt gott að frétta af okkur, sérstaklega núna,“ segir Georg og hlær. Unnið sé að því að leggja lokahönd á nýja plötu, sem muni að líkindum telja tíu lög. Tónlist Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ég hreinlega veit það ekki,“ svaraði Georg þegar hann var spurður að því í Bítinu á mánudag hvort hljómsveitin ætti skaðabótakröfu á ríkisskattstjóra eftir allt sem á undan væri gengið. „Ég er bara feginn að þetta er búið. Og þetta var lexía.“ Fjölmiðlar fluttu fyrst fregnir af málinu árið 2018, þegar greint var frá því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir hljómsveitarmeðlima upp á 800 milljónir króna, að kröfu tollstjóra. Seinna kom í ljós að þeir voru grunaðir um að hafa svikist um að greiða 150 milljónir í skatt. Í yfirlýsingu sögðu meðlimir Sigur Rósar að síðla árs 2014 hefði hljómsveitinni verið tilkynnt að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsskilum á tímabilinu 2010 til 2014. Þetta hefði komið hljómsveitinni í opna skjöldu og nýtt bókhaldsfyrirtæki ráðið til að koma skattskilum og framtalsgerð í rétt horf. Meðlimir Sigur Rósar hefðu verið samstarfsfúsir frá upphafi. Þegar ákæra var gefin út í tengslum við meint skattalagabrot sagði Georg málið eitt stórt klúður. „Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur.. við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt,“ sagði Georg í samtali við Bítið á mánudag. „Í raun og veru þá fer eitthvað úrskeðis hjá okkur og það er eitthvað sem við viðurkennum svo bara, eitthvað sem kemur fyrir bara hjá öllum. Já, heyrðu hér er eitthvað sem ok, fór ekki alveg eins og það átti að fara. Þetta var nú ekki alveg jafn alvarlegt og það lítur út kannski í fjölmiðlum. Eða já, og við viðurkennum það bara.“ Þið gerðuð mistök? „Já, það voru gerð mistök og það var bara eitthvað sem var farið í og lagað. Og við borguðum allt sem vantaði upp á, það sem hafði farið úrskeðis plús sekt ofan á það. Eða sem sagt vexti og svo sekt. En svo fer þetta einhvern veginn lengra og það er kannski það sem er vandamálið og það sem okkur finnst kannski súrast. Og við tölum oft um það, eða alla vegna ég, að mér finnst að sama eigi að ganga yfir alla og ég er alveg sammála því. Ég er ekkert að kvarta yfir því að fólk eigi að borga skatta. Engan veginn. En það er eitthvað að í kerfinu sem ætlar svo að refsa þér tvisvar, af því að það er í engu öðru, hvorki í heiminum né í lögum á Íslandi, þannig að þú getir refsað tvisvar fyrir.“ -Sama brot? „Sama brot. Og við viljum oft líkja þessu við að ef þú keyrir yfir á rauðu og færð sekt og svo allt í einu er einhver stofnun og þeir koma bara á eftir þér og segja: Ja, við ætlum að sekta þig líka ofan á það. Og við ætlum að fá að sekta þig kannski allt að 500 eða 1.000 prósent ofan á upprunalegu sektina.“ Georg segist rétt vona að málinu sé nú endanlega lokið. „Það sem er kannski mest rotið við þetta er hversu lengi fólk er dregið í gegnum kerfið og það er.. kannski helsta ástæðan fyrir því að maður vill tala um það er að það er greinilega eitthvað að þarna í kerfinu. Það var búið að breyta lögum, það vissu allir að þetta væri ekki hægt lengur en samt er einhvern veginn haldið áfram og ástæðan fyrir að það er gott að tala um það er að það eru fleiri að ganga í gegnum þetta. Og hafa margir gengið í gegnum þetta. Og það er svo óréttlátt,“ segir hann. Hann bendir á að það séu ekki allir sem njóti þeirra forréttinda að geta staðið í hárinu á skattyfirvöldum og að líklega gefist sumir upp. Georg játar því að rekstur hljómsveitarinnar sé heilmikið fyrirtæki. Hann fari að mestu leyti fram erlendis og endurskoðendur sveitarinnar séu í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er alltof flókið fyrir okkur að setjast niður og fara að skrifa einhverja skattskýrslu,“ segir hann. Yfirsýnin og eftirfylgnin á Íslandi hafi ekki verið nógu góð en það sé engum um að kenna. „Ég verð nú að viðurkenna að þetta var svolítið þungt,“ segir Georg spurður um áhrif málsins á hljómsveitarmeðlimi. „Og eins og ég segi aftur, maður er svona að tala fyrir hönd margra annarra líka. Nú er ég búinn að finna þetta á eigin skinni og ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er. Og þetta var, fyrir okkur, mjög erfitt tímabil.“ Sem dæmi um áhrif málsins á sveitina segir hann: „Bara svona eins og þegar við fórum á síðasta túr.. tónleikaferðalag. Þá hafði þetta þau áhrif að bankinn sem við höfum unnið með í langan tíma, þeir voru eitthvað tregir því þeir vildu bara fá sönnun þess að málið væri búið eða.. þeir treystu okkur einfaldlega ekki. Ég veit ekki hvort það sé kannski bara skiljanlegt.“ Georg segir erfitt að mæla álitshnekki en stuðningurinn hafi verið áþreifanlegri. „Það sem við fundum, sem var svo jákvætt við þetta, var að allir stóðu svona við bakið á okkur; treystu því að við værum nú menn sem hefðu ekki gert eitthvað svona viljandi. Sem er sannleikurinn. Þetta er ekki eitthvað sem við lögðum upp með. Það var kannski það leiðinlegasta af þessu öllu, að það var einmitt það þveröfuga sem við lögðum upp með þegar við stofnuðum hljómsveitina og þetta fór að vera svona stærra og stærra og við vorum að fara á tónleikaferðalag um allan heiminn. Þá ákváðum við á fundi að við ætluðum að gera þetta allt samkvæmt bókinni og allt uppi á borði. Og við ætluðum að borga skatta á Íslandi, ekki í útlöndum, og þetta átti allt að vera rosalega svona..“ -Klippt og skorið? „Já, og svo fer þetta svona.“ -En hvað er að frétta af sveitinni? „Það er allt gott að frétta af okkur, sérstaklega núna,“ segir Georg og hlær. Unnið sé að því að leggja lokahönd á nýja plötu, sem muni að líkindum telja tíu lög.
Tónlist Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent