„Nýsköpun er kraftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2023 21:53 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra hélt um borð í Tý á Síldarminjarsafninu á Siglufirði í dag. Vísir/Tryggvi Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku. Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór. Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór.
Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00
Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02