„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2023 12:00 Kristján Örn Kristjánsson í sigurleiknum gegn Brasilíu á HM í janúar. VÍSIR/VILHELM „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. Kristján og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson koma því til með að spila saman að nýju með landsliðinu í apríl, en Kristjáni sárnuðu skilaboð frá Björgvini í aðdraganda þess að þeir mættust í leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni í febrúar. Taldi Kristján skilaboðin, sem tengdust hans andlegu veikindum, niðrandi en Björgvin hefur sagt tilganginn með þeim að fá Kristján til að endurhugsa endurkomu sína og setja heilsuna í fyrsta sætið. Kristján spilaði á HM í janúar í Svíþjóð en var ekki með í síðustu leikjum landsliðsins, gegn Tékkum í byrjun mars, þar sem hann hafði verið í veikindaleyfi vegna kulnunar hjá félagsliði sínu PAUC í Frakklandi. Kristján kveðst hins vegar kominn á góðan stað andlega í dag og hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC, og látið til sín taka með samtals níu mörkum. Tvær skyttur meiddar og Ísland þarf tvo sigra Íslenska landsliðið þarf enn frekar en áður á kröftum Kristjáns að halda í apríl, í leikjunum við Eistland og Ísrael, vegna meiðsla hjá öðrum hægri skyttum liðsins. Ísland þarf eflaust að vinna báða leiki til að tryggja sér efsta sæti síns riðils, sem væri dýrmætt því þá myndi liðið verða í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn og sleppa við að lenda í riðli með einhverju af bestu liðum Evrópu. Ómar Ingi Magnússon hefur verið aðalskytta Íslands hægra megin á vellinum en hann er meiddur, og nýverið meiddist Viggó Kristjánsson einnig svo að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. „Þetta er víst einhver plága þarna hægra megin,“ sagði Kristján glettinn í samtali við Vísi í vikunni. „Ég sá einmitt fréttina um að Viggó hefði slitið aftan í læri, svo það er ennþá meiri pressa á hægri skyttustöðuna. Við þurfum að standa okkur í næsta verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum að koma okkur inn á EM í sem sterkastri stöðu. Ég er alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Kristján en fleiri búta úr ítarlegu viðtali hans við Vísi má nálgast hér að neðan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Sjá meira
Kristján og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson koma því til með að spila saman að nýju með landsliðinu í apríl, en Kristjáni sárnuðu skilaboð frá Björgvini í aðdraganda þess að þeir mættust í leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni í febrúar. Taldi Kristján skilaboðin, sem tengdust hans andlegu veikindum, niðrandi en Björgvin hefur sagt tilganginn með þeim að fá Kristján til að endurhugsa endurkomu sína og setja heilsuna í fyrsta sætið. Kristján spilaði á HM í janúar í Svíþjóð en var ekki með í síðustu leikjum landsliðsins, gegn Tékkum í byrjun mars, þar sem hann hafði verið í veikindaleyfi vegna kulnunar hjá félagsliði sínu PAUC í Frakklandi. Kristján kveðst hins vegar kominn á góðan stað andlega í dag og hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC, og látið til sín taka með samtals níu mörkum. Tvær skyttur meiddar og Ísland þarf tvo sigra Íslenska landsliðið þarf enn frekar en áður á kröftum Kristjáns að halda í apríl, í leikjunum við Eistland og Ísrael, vegna meiðsla hjá öðrum hægri skyttum liðsins. Ísland þarf eflaust að vinna báða leiki til að tryggja sér efsta sæti síns riðils, sem væri dýrmætt því þá myndi liðið verða í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn og sleppa við að lenda í riðli með einhverju af bestu liðum Evrópu. Ómar Ingi Magnússon hefur verið aðalskytta Íslands hægra megin á vellinum en hann er meiddur, og nýverið meiddist Viggó Kristjánsson einnig svo að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. „Þetta er víst einhver plága þarna hægra megin,“ sagði Kristján glettinn í samtali við Vísi í vikunni. „Ég sá einmitt fréttina um að Viggó hefði slitið aftan í læri, svo það er ennþá meiri pressa á hægri skyttustöðuna. Við þurfum að standa okkur í næsta verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum að koma okkur inn á EM í sem sterkastri stöðu. Ég er alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Kristján en fleiri búta úr ítarlegu viðtali hans við Vísi má nálgast hér að neðan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Sjá meira
„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00