Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 15:46 Skemmtistaðnum LUX í Keflavík hefur verið lokað. Óli Geir er eigandi staðarins. Vísir Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess. Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira