Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA/Þór 33-19 | Einstaklega þægilegur heimasigur Andri Már Eggertsson skrifar 1. apríl 2023 17:49 Valur vann öruggan sigur á KA/Þór í dag. vísir/diego Valur vann mjög þægilegan og sannfærandi sigur á KA/Þór í síðustu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. KA/Þór byrjaði betur og gerði fyrstu tvö mörkin. Valur skoraði sitt fyrsta mark í leiknum eftir fjórar mínútur og eftir það vöknuðu heimakonur. Valur tók yfir leikinn eftir fyrstu tvö mörk gestanna. Heimakonur sýndu klærnar og gerðu fimm mörk í röð. Ka/Þór átti engin svör við þéttum varnarleik Vals og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir var einnig að verja vel í markinu. Sóknarleikur Ka/Þórs var í molum í fyrri hálfleik. Eftir að hafa skorað fyrstu tvö mörkin þá skoruðu gestirnir eitt mark á tæplega þrettán mínútum. Gestirnir fóru afar illa með dauðafærin sérstaklega á línunni þar sem Hrafnhildur Hanna Anna varði vel. Ásamt því tapaði KA/Þór haug af boltum. Valur refsaði KA/Þór ítrekað og heimakonur buðu upp á sýningu. Valur skoraði átján mörk úr öllum regnbogans litum. Valur var ellefu mörkum yfir í hálfleik 18-7. Eftir hörmulegan fyrri hálfleik sýndi KA/Þór lífsmark í byrjun seinni hálfleik. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, las sennilega yfir sínu liði í hálfleik. Þrátt fyrir fína byrjun KA/Þórs var Valur ekkert að fara gefa eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, spilaði á öllum hópnum og það var áhugavert að fylgjast með honum skipta öðru liði inn á eftir ákveðin tíma og spilaði þar á tveimur mismunandi liðum. Valur vann á endanum sannfærandi fjórtán marka sigur 33-19. Af hverju vann Valur? Fyrri hálfleikur Vals var frábær sem kálaði þessum leik. Vörn og markvarsla Vals var stórkostleg í fyrri hálfleik og mörkin komu á færibandi. Valur var ellefu mörkum yfir í hálfleik og úrslit leiksins gott sem ráðin. Valur gaf ekkert eftir í seinni hálfleik og vann að lokum fjórtán marka sigur. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir fór á kostum og varði 16 skot og endaði með 53 prósent markvörslu. Ellefu leikmenn Vals komust á blað í dag. Auður Ester Gestsdóttir og Lilja Ágústsdóttir skoruðu báðar sex mörk. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur KA/Þórs var slakur. KA/Þór skoraði eitt mark á þrettán mínútum sem Valur nýtti sér og úrslitin voru ráðin í hálfleik þar sem Valur var ellefu mörkum yfir. Hvað gerist næst? KA/Þór mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni sem hefst 17. apríl. Valur situr hjá í fyrstu umferð og fær lengra frí. „Við spiluðum mjög góða vörn og markvarslan var frábær“ Ágúst Þór Jóhannsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigur í síðustu umferð fyrir úrslitakeppnina. „Ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Við spiluðum á öllum hópnum og rúlluðum honum jafnt sem gekk vel og ég fékk framlag frá öllum,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir sigurinn gegn KA/Þór. Valur spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og var staðan 18-7 í hálfleik „Við spiluðum mjög góða vörn og markvarslan var frábær. Við skoruðum níu mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þegar vörn og markvarsla spilar svona vel þá erum við með hratt lið sem getur refsað með mörkum.“ „Ég er með mjög góða breidd og við höfum unnið í því að auka breiddina á tímabilinu. Við höfum verið að gefa leikmönnum tækifæri sem hafa notið sín og ég er stoltur af því.“ Valur endaði deildarkeppnina í öðru sæti og Ágúst var sáttur með tímabilið. „Ég er mjög ánægður með tímabilið þar sem við töpuðum aðeins sex stigum. ÍBV varð deildarmeistari á innbyrðisviðureign gegn okkur þar sem munaði aðeins sekúndubroti en auðvitað var sárt að hafa ekki unnið deildina en við tökum annað sætið.“ Andri Snær: Eigum ekkert erindi í úrslitakeppnina miðað við þennan leik Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þetta var ekki í takt við það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Við köstuðum þessu frá okkur allt of snemma. Við skutum mjög illa og sóknin var léleg sem drap okkur í dag,“ sagði Andri Snær Stefánsson og hélt áfram að tala um fyrri hálfleikinn. „Við komum okkur í fínar stöður til að byrja með en síðan fórum við að klikka á færum. Það var lítið sjálfstraust í mínu liði í dag. Valur fékk auðveld mörk úr hraðaupphlaupum sem Valur nýtti sér.“ Úrslitakeppnin er næst á dagskrá og Andri hafði áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við þennan leik eigum við ekkert erindi í þessa úrslitakeppni. Það er vont að fara inn í landsleikjahlé með svona tap en við munum ekki leggjast niður og fara að grenja,“ sagði Andri Snær Stefánsson að lokum. Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri
Valur vann mjög þægilegan og sannfærandi sigur á KA/Þór í síðustu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. KA/Þór byrjaði betur og gerði fyrstu tvö mörkin. Valur skoraði sitt fyrsta mark í leiknum eftir fjórar mínútur og eftir það vöknuðu heimakonur. Valur tók yfir leikinn eftir fyrstu tvö mörk gestanna. Heimakonur sýndu klærnar og gerðu fimm mörk í röð. Ka/Þór átti engin svör við þéttum varnarleik Vals og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir var einnig að verja vel í markinu. Sóknarleikur Ka/Þórs var í molum í fyrri hálfleik. Eftir að hafa skorað fyrstu tvö mörkin þá skoruðu gestirnir eitt mark á tæplega þrettán mínútum. Gestirnir fóru afar illa með dauðafærin sérstaklega á línunni þar sem Hrafnhildur Hanna Anna varði vel. Ásamt því tapaði KA/Þór haug af boltum. Valur refsaði KA/Þór ítrekað og heimakonur buðu upp á sýningu. Valur skoraði átján mörk úr öllum regnbogans litum. Valur var ellefu mörkum yfir í hálfleik 18-7. Eftir hörmulegan fyrri hálfleik sýndi KA/Þór lífsmark í byrjun seinni hálfleik. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, las sennilega yfir sínu liði í hálfleik. Þrátt fyrir fína byrjun KA/Þórs var Valur ekkert að fara gefa eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, spilaði á öllum hópnum og það var áhugavert að fylgjast með honum skipta öðru liði inn á eftir ákveðin tíma og spilaði þar á tveimur mismunandi liðum. Valur vann á endanum sannfærandi fjórtán marka sigur 33-19. Af hverju vann Valur? Fyrri hálfleikur Vals var frábær sem kálaði þessum leik. Vörn og markvarsla Vals var stórkostleg í fyrri hálfleik og mörkin komu á færibandi. Valur var ellefu mörkum yfir í hálfleik og úrslit leiksins gott sem ráðin. Valur gaf ekkert eftir í seinni hálfleik og vann að lokum fjórtán marka sigur. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir fór á kostum og varði 16 skot og endaði með 53 prósent markvörslu. Ellefu leikmenn Vals komust á blað í dag. Auður Ester Gestsdóttir og Lilja Ágústsdóttir skoruðu báðar sex mörk. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur KA/Þórs var slakur. KA/Þór skoraði eitt mark á þrettán mínútum sem Valur nýtti sér og úrslitin voru ráðin í hálfleik þar sem Valur var ellefu mörkum yfir. Hvað gerist næst? KA/Þór mætir Stjörnunni í úrslitakeppninni sem hefst 17. apríl. Valur situr hjá í fyrstu umferð og fær lengra frí. „Við spiluðum mjög góða vörn og markvarslan var frábær“ Ágúst Þór Jóhannsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigur í síðustu umferð fyrir úrslitakeppnina. „Ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Við spiluðum á öllum hópnum og rúlluðum honum jafnt sem gekk vel og ég fékk framlag frá öllum,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir sigurinn gegn KA/Þór. Valur spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og var staðan 18-7 í hálfleik „Við spiluðum mjög góða vörn og markvarslan var frábær. Við skoruðum níu mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þegar vörn og markvarsla spilar svona vel þá erum við með hratt lið sem getur refsað með mörkum.“ „Ég er með mjög góða breidd og við höfum unnið í því að auka breiddina á tímabilinu. Við höfum verið að gefa leikmönnum tækifæri sem hafa notið sín og ég er stoltur af því.“ Valur endaði deildarkeppnina í öðru sæti og Ágúst var sáttur með tímabilið. „Ég er mjög ánægður með tímabilið þar sem við töpuðum aðeins sex stigum. ÍBV varð deildarmeistari á innbyrðisviðureign gegn okkur þar sem munaði aðeins sekúndubroti en auðvitað var sárt að hafa ekki unnið deildina en við tökum annað sætið.“ Andri Snær: Eigum ekkert erindi í úrslitakeppnina miðað við þennan leik Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þetta var ekki í takt við það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Við köstuðum þessu frá okkur allt of snemma. Við skutum mjög illa og sóknin var léleg sem drap okkur í dag,“ sagði Andri Snær Stefánsson og hélt áfram að tala um fyrri hálfleikinn. „Við komum okkur í fínar stöður til að byrja með en síðan fórum við að klikka á færum. Það var lítið sjálfstraust í mínu liði í dag. Valur fékk auðveld mörk úr hraðaupphlaupum sem Valur nýtti sér.“ Úrslitakeppnin er næst á dagskrá og Andri hafði áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við þennan leik eigum við ekkert erindi í þessa úrslitakeppni. Það er vont að fara inn í landsleikjahlé með svona tap en við munum ekki leggjast niður og fara að grenja,“ sagði Andri Snær Stefánsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti