Bræðurnir, ásamt vitorðsmönnunum Georgianu Naghel og Luana Radu, voru handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Þeir eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu.
Dómari í Búkarest úrskurðaði í dag að þeim yrði sleppt úr gæsluvarðhaldi en að þau skyldu halda sig heima hjá sér í Rúmeníu nema með leyfi dómstóla. AP greinir frá.
Engin ákæra hefur verið gefin út vegna málsins en talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rúmeníu hefur sagt miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.
Farið var ítarlega yfir mál bræðranna hér á Vísi fyrir skömmu: