Flugfreyjur í stuttum pilsum þurftu að teygja sig upp Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2023 06:21 Þær kalla sig „Átturnar“, flugfreyjurnar sem störfuðu hjá Loftleiðum í gamla daga. Hægra megin eru Nanna Sigurðardóttir, Ása Jónsdóttir og Ásta Bára Jónsdóttir. Egill Aðalsteinsson Þær byrjuðu margar að fljúga á árunum upp úr 1960 og voru fyrsta kynslóðin sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Þær halda enn hópinn, sem telur meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra, og rifja upp gamlar sögur úr fluginu. Við sögðum í janúar frá Aðdáendaklúbbi Loftleiða en þar voru bara karlar á fundinum. Í fréttum Stöðvar 2 mættum við núna á fund hjá flugfreyjunum sem unnu hjá Loftleiðum. Þær hafa sinn eigin klúbb og hittast reglulega á Kaffivagninum við Reykjavíkurhöfn. Þær kalla sig Átturnar, eftir DC-8 þotunum, sem Loftleiðir tóku í notkun árið 1970. Gyða Þórhallsdóttir, fyrrverandi flugfreyja.Egill Aðalsteinsson „Það er eiginlega það eina merkilega við okkur er að við erum fyrsta kynslóðin sem gerir þetta starf að ævistarfi,“ segir Gyða Þórhallsdóttir. Í hópnum er Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tvítug hóf ferilinn á sexum, DC-6B, og steig sín fyrstu skref í verkalýðsbaráttunni sem formaður Flugfreyjufélagsins. Þótt stjórnmálin hafi síðar orðið aðalstarfið heldur hún tryggð við fyrrum starfssystur úr fluginu en viðurkennir að hafa lítið getað sinnt félagsskapnum meðan hún var í pólitíkinni. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf verkalýðsbaráttuna sem formaður Flugfreyjufélagsins.Egill Aðalsteinsson „En það breyttist heldur betur og ég hef getað hitt þær reglulega síðan,“ segir Jóhanna. Ása Hanna Hjartardóttir byrjaði árið 1959 á fjörkunum, DC 4-vélum sem ekki höfðu jafnþrýstiklefa. Það gat verið erfitt yfir tíu þúsund fetum þegar þurfti að fljúga upp fyrir slæmt veður. Þá þurftu flugfreyjurnar að grípa í súrefniskút til að geta sinnt farþegunum. „Og við gátum fengið okkur súrefni. Þetta var svaka vinna,“ segir Ása Hanna. Ása Hanna Hjartardóttir hóf flugfreyjuferilinn árið 1959 á DC 4-vélum.Egill Aðalsteinsson -En hvað ræða flugfreyjurnar fyrrverandi um á svona fundum? „Hitt og þetta. Allt milli himins og jarðar. Flugið mikið í gamla daga,“ svarar Jóhanna. -Ekki bilaða hreyfla og svoleiðis? „Nei, nei,“ svarar hún. Og þó. Þær rifjuðu upp magalendingu Rolls Royce-vélar, „Monsa“, á Kennedy-flugvelli í New York í lok apríl árið 1970 þegar annað hjólastellið vildi ekki festast niðri. Erla Hafrún Guðjónsdóttir rifjaði upp magalendingu í New York vorið 1970.Egill Aðalsteinsson „Svo var bara sett kvoða á brautina og undirbúið,“ segir Erla Hafrún Guðjónsdóttir. „Ég eiginlega brotnaði ekki fyrr en ég kom heim og hitti manninn minn og son minn,“ rifjar Erla upp. Svo heyrðum við líka sögu af því þegar flugvélin lenti í loftgati í aðflugi að Keflavík. Svo skyndilega féll vélin niður að ein flugfreyjan hentist harkalega upp og braut skilti í loftinu. Hér eru ekki bara konur. Friðleifur Helgason var þriðji í röð íslenskra karlmanna til að gerast flugþjónn árið 1970. En hvernig var honum tekið? „Ég þurfti nú svolítið að berjast fyrir mínu. Það var ekki blásið í neina lúðra þegar ég kom. En það gekk,“ svarar Friðleifur. Friðleifur Helgason var þriðji íslenski karlmaðurinn sem gerðist flugþjónn.Egill Aðalsteinsson Á þessum árum var ekkert til sem hét metoo-byltingin. En hefðu þær haft margar sögur að segja? Þær bregðast við spurningunni með hlátri. „Já, það efa ég ekki,“ svarar ein. -Hvernig var að vera í þessu umhverfi? „Í stuttum pilsum og teygja sig upp, til dæmis,“ segir Ásta Bára Jónsdóttir. „Já, þú getur alveg ímyndað þér.“ Christel Elisabeth Ahonius-Þorsteinsson og Sigurborg Sigurðardóttir.Egill Aðalsteinsson „Það var klipið í mann og svona,“ segir Sigurborg Sigurðardóttir. „Og ef þeir vildu stoppa mann þegar maður labbaði framhjá þá gerði maður bara svona,“ segir Christel Elisabeth Ahonius-Þorsteinsson og sýnir handtökin. -En myndu þær endurtaka ferilinn ef þær ættu að velja aftur? „Já, alveg tvímælalaust,“ svarar Nanna Sigurðardóttir. „Já, já, já,“ svarar Ásta Bára og varpar boltanum til hinna: „Er það ekki? Ef við værum 25 núna?“ „Já,“ taka hinar undir. Um borð í Rolls Royce 400-vél sem Loftleiðir ráku á árunum 1964 til 1970. Þær voru af gerðinni Canadair Cl-44. Starfsmenn kölluðu þær Monsa vegna stærðar þeirra.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir „Þegar maður hugsar til baka. Ég hefði ekki getað hugsað mér annað starf,“ segir Christel. „Nei, maður ætlaði svo sem ekki að vera neitt svona í þessu. En maður ílentist og þetta varð að ævistarfi,“ segir Sigurborg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fréttina um Aðdáendaklúbb Loftleiða: Fréttir af flugi Icelandair Einu sinni var... MeToo Tengdar fréttir Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10 Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Við sögðum í janúar frá Aðdáendaklúbbi Loftleiða en þar voru bara karlar á fundinum. Í fréttum Stöðvar 2 mættum við núna á fund hjá flugfreyjunum sem unnu hjá Loftleiðum. Þær hafa sinn eigin klúbb og hittast reglulega á Kaffivagninum við Reykjavíkurhöfn. Þær kalla sig Átturnar, eftir DC-8 þotunum, sem Loftleiðir tóku í notkun árið 1970. Gyða Þórhallsdóttir, fyrrverandi flugfreyja.Egill Aðalsteinsson „Það er eiginlega það eina merkilega við okkur er að við erum fyrsta kynslóðin sem gerir þetta starf að ævistarfi,“ segir Gyða Þórhallsdóttir. Í hópnum er Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tvítug hóf ferilinn á sexum, DC-6B, og steig sín fyrstu skref í verkalýðsbaráttunni sem formaður Flugfreyjufélagsins. Þótt stjórnmálin hafi síðar orðið aðalstarfið heldur hún tryggð við fyrrum starfssystur úr fluginu en viðurkennir að hafa lítið getað sinnt félagsskapnum meðan hún var í pólitíkinni. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf verkalýðsbaráttuna sem formaður Flugfreyjufélagsins.Egill Aðalsteinsson „En það breyttist heldur betur og ég hef getað hitt þær reglulega síðan,“ segir Jóhanna. Ása Hanna Hjartardóttir byrjaði árið 1959 á fjörkunum, DC 4-vélum sem ekki höfðu jafnþrýstiklefa. Það gat verið erfitt yfir tíu þúsund fetum þegar þurfti að fljúga upp fyrir slæmt veður. Þá þurftu flugfreyjurnar að grípa í súrefniskút til að geta sinnt farþegunum. „Og við gátum fengið okkur súrefni. Þetta var svaka vinna,“ segir Ása Hanna. Ása Hanna Hjartardóttir hóf flugfreyjuferilinn árið 1959 á DC 4-vélum.Egill Aðalsteinsson -En hvað ræða flugfreyjurnar fyrrverandi um á svona fundum? „Hitt og þetta. Allt milli himins og jarðar. Flugið mikið í gamla daga,“ svarar Jóhanna. -Ekki bilaða hreyfla og svoleiðis? „Nei, nei,“ svarar hún. Og þó. Þær rifjuðu upp magalendingu Rolls Royce-vélar, „Monsa“, á Kennedy-flugvelli í New York í lok apríl árið 1970 þegar annað hjólastellið vildi ekki festast niðri. Erla Hafrún Guðjónsdóttir rifjaði upp magalendingu í New York vorið 1970.Egill Aðalsteinsson „Svo var bara sett kvoða á brautina og undirbúið,“ segir Erla Hafrún Guðjónsdóttir. „Ég eiginlega brotnaði ekki fyrr en ég kom heim og hitti manninn minn og son minn,“ rifjar Erla upp. Svo heyrðum við líka sögu af því þegar flugvélin lenti í loftgati í aðflugi að Keflavík. Svo skyndilega féll vélin niður að ein flugfreyjan hentist harkalega upp og braut skilti í loftinu. Hér eru ekki bara konur. Friðleifur Helgason var þriðji í röð íslenskra karlmanna til að gerast flugþjónn árið 1970. En hvernig var honum tekið? „Ég þurfti nú svolítið að berjast fyrir mínu. Það var ekki blásið í neina lúðra þegar ég kom. En það gekk,“ svarar Friðleifur. Friðleifur Helgason var þriðji íslenski karlmaðurinn sem gerðist flugþjónn.Egill Aðalsteinsson Á þessum árum var ekkert til sem hét metoo-byltingin. En hefðu þær haft margar sögur að segja? Þær bregðast við spurningunni með hlátri. „Já, það efa ég ekki,“ svarar ein. -Hvernig var að vera í þessu umhverfi? „Í stuttum pilsum og teygja sig upp, til dæmis,“ segir Ásta Bára Jónsdóttir. „Já, þú getur alveg ímyndað þér.“ Christel Elisabeth Ahonius-Þorsteinsson og Sigurborg Sigurðardóttir.Egill Aðalsteinsson „Það var klipið í mann og svona,“ segir Sigurborg Sigurðardóttir. „Og ef þeir vildu stoppa mann þegar maður labbaði framhjá þá gerði maður bara svona,“ segir Christel Elisabeth Ahonius-Þorsteinsson og sýnir handtökin. -En myndu þær endurtaka ferilinn ef þær ættu að velja aftur? „Já, alveg tvímælalaust,“ svarar Nanna Sigurðardóttir. „Já, já, já,“ svarar Ásta Bára og varpar boltanum til hinna: „Er það ekki? Ef við værum 25 núna?“ „Já,“ taka hinar undir. Um borð í Rolls Royce 400-vél sem Loftleiðir ráku á árunum 1964 til 1970. Þær voru af gerðinni Canadair Cl-44. Starfsmenn kölluðu þær Monsa vegna stærðar þeirra.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir „Þegar maður hugsar til baka. Ég hefði ekki getað hugsað mér annað starf,“ segir Christel. „Nei, maður ætlaði svo sem ekki að vera neitt svona í þessu. En maður ílentist og þetta varð að ævistarfi,“ segir Sigurborg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fréttina um Aðdáendaklúbb Loftleiða:
Fréttir af flugi Icelandair Einu sinni var... MeToo Tengdar fréttir Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10 Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10
Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein