Arsenal með í titilbaráttunni eftir sigur á Manchester City Smári Jökull Jónsson skrifar 2. apríl 2023 14:37 Katie McCabe fagnar eftir að hafa skorað sigurmarkið í dag. Vísir/Getty Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er nú komið uppfyrir City í töflunni. Fyrir leikinn í dag var Arsenal í þriðja sæti ensku deildarinnar með 35 stig, þremur minna en Manchester City og sex stigum á eftir Manchester United. Arsenal hafði þó leikið einum leik minna en hin tvö. Í fjórða sætinu var síðan Chelsea með 37 stig en átti tvo leiki inni á Manchesterliðin tvö. Það var lið Manchester City sem komst yfir í leiknum í dag. Khadija Shaw skoraði strax á fimmtu mínútu þegar hún skoraði með frábærum skalla. Arsenal pressaði töluvert á City í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu tækifæri til að skora. Lauren Hemp fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikhlé en skaut yfir markið á markteig og mistókst að tvöfalda forystu City. Hemp átti einnig gott sko sem Sabrina D´Angelo varði vel í marki Arsenal. City í raun óheppið að vera ekki með meiri forytsu í hálfleik og hafði farið illa með færin. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. WHAT A GOAL FROM KATIE MCCABE! 2-1 (74) pic.twitter.com/nSPaTJ57dA— Arsenal Women (@ArsenalWFC) April 2, 2023 Á 62. mínútu náði Arsenal að jafna. City mistókst þá að hreinsa almennilega frá marki og Frida Maanum skoraði af harðfylgi. Tólf mínútum síðar kom síðan sigurmark Arsenal. Katie McCabe lék boltanum þá inn á völlinn frá hægri knatinum og skoraði með þrumuskoti í fjærhornið. Glæsilegt mark og staðan orðin 2-1. City reyndi hvað það gat að jafna metin en Arsenal varðist vel. Lokatölur 2-1 og Arsenal komið uppfyrir Manchester City á markatölu. Þetta hefur heldur betur verið góð vika fyrir Arsenal því í vikunni sló liðið út Bayern Munchen í Meistaradeildinni og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var Arsenal í þriðja sæti ensku deildarinnar með 35 stig, þremur minna en Manchester City og sex stigum á eftir Manchester United. Arsenal hafði þó leikið einum leik minna en hin tvö. Í fjórða sætinu var síðan Chelsea með 37 stig en átti tvo leiki inni á Manchesterliðin tvö. Það var lið Manchester City sem komst yfir í leiknum í dag. Khadija Shaw skoraði strax á fimmtu mínútu þegar hún skoraði með frábærum skalla. Arsenal pressaði töluvert á City í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu tækifæri til að skora. Lauren Hemp fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikhlé en skaut yfir markið á markteig og mistókst að tvöfalda forystu City. Hemp átti einnig gott sko sem Sabrina D´Angelo varði vel í marki Arsenal. City í raun óheppið að vera ekki með meiri forytsu í hálfleik og hafði farið illa með færin. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. WHAT A GOAL FROM KATIE MCCABE! 2-1 (74) pic.twitter.com/nSPaTJ57dA— Arsenal Women (@ArsenalWFC) April 2, 2023 Á 62. mínútu náði Arsenal að jafna. City mistókst þá að hreinsa almennilega frá marki og Frida Maanum skoraði af harðfylgi. Tólf mínútum síðar kom síðan sigurmark Arsenal. Katie McCabe lék boltanum þá inn á völlinn frá hægri knatinum og skoraði með þrumuskoti í fjærhornið. Glæsilegt mark og staðan orðin 2-1. City reyndi hvað það gat að jafna metin en Arsenal varðist vel. Lokatölur 2-1 og Arsenal komið uppfyrir Manchester City á markatölu. Þetta hefur heldur betur verið góð vika fyrir Arsenal því í vikunni sló liðið út Bayern Munchen í Meistaradeildinni og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum.
Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira