Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði fremur hlýtt og allvíða sjö til ellefu 11 stiga hiti þegar líður á daginn. Vaxandi austan- og suðaustanátt tíu til tuttugu metrar á sekúndu þar sem, hvassast syðst.
„Morgundagurinn er bæði mun hægari og úrkomuminna víðast hvar, síst þó á Suðausturlandi.“
Óvissustig vegna sjónflóðahættu er enn í gildi á Austurlandi, en hættustigi var aflétt á laugardaginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast austast. Rigning með köflum, en að mestu þurrt norðan- og austanlands. Hiti 5 til 11 stig. Snýst í norðaustan 10-15 norðvestantil og kólnar er líður á daginn.
Á miðvikudag: Suðvestan 5-10 m/s, skúrir og hiti 0 til 6 stig, en norðan og norðaustan 5-10, slydda eða snjókoma og hiti um og undir frostmarki norðvestantil. Lengst af þurrt austanlands.
Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og víða él. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost norðan heiða. Vaxandi suðaustanátt sunnantil um kvöldið.
Á föstudag: Ákveðin suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri. Úrkomuminna fyrir norðan.
Á laugardag: Sunnanátt með rigningu, en að mestu þurrt fyrir norðan. Milt í veðri.
Á sunnudag: Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu um landið sunnanvert, en lengst af þurrt fyrir norðan. Áfram fremur milt.