Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2023 13:22 Eiríkur Rögnvaldsson segir fjármálaáætlun vekja litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún er í nú. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni rýndi í fjármálaáætlun 2024 til 2028 og þótti ekki mikil til hennar koma hvað íslenskt tungumál varðar. „Það er ekki að sjá neinar ákveðnar aðgerðir. Það er talað um að það sé eitthvað í undirbúningi og eitthvað svoleiðis en það eru engar ákveðnar aðgerðir, hvað þá fjármögnun.“ Eiríkur skrifaði grein á Vísi af þessu tilefni þar sem hann sagði að langstærsta áskorun íslenskunnar, um þessar mundir og á næstu árum, sé mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Ný fjármálaáætlun endurspegli ekki alvarleika málsins. „Hættan er sú að það myndist hérna - og það er þegar byrjað að myndast hérna - einangruð samfélög fólks sem kann ekki íslensku og þar sem íslenskan er ekki notuð. Þetta er stóralvarlegt mál frá svo mörgum sjónarhornum. Frá sjónarmiði íslenskunnar er hætta á að hún verði ekki aðalsamskiptamálið í landinu með þessu áframhaldi. Við sem erum Íslenskumælandi, við munum líka nota meiri og meiri ensku þá í samskiptum við þau sem ekki eru íslenskumælandi. Svo er þetta náttúrulega stóralvarlegt fyrir lýðræðið ef það verða til stórir hópar fólks sem ekki geta tekið þátt í lýðræðislegri umræðu í samfélaginu.“ Eiríkur kallar eftir stórátaki í kennslu íslensku sem annað mál. „Það eru alltaf að koma fréttir af máltækniátaki stjórnvalda – af góðum árangri þess - við höfum séð að ef við virkilega tökum til hendinni og gerum átak í málum sem varða íslenskuna þá skilar það árangri.“ Í upphafi skyldi endinn skoða. „Það er svo óskaplega erfitt að snúa þróuninni við. Þegar við erum búin að missa ákveðin svið frá íslenskunni þá er rosalega erfitt að ná þeim til baka og þegar er kominn einhver ákveðinn fjöldi fólks sem býr hér og kann ekki íslensku þá erum við eiginlega komin í óviðráðanlega stöðu.“ Íslensk tunga Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni rýndi í fjármálaáætlun 2024 til 2028 og þótti ekki mikil til hennar koma hvað íslenskt tungumál varðar. „Það er ekki að sjá neinar ákveðnar aðgerðir. Það er talað um að það sé eitthvað í undirbúningi og eitthvað svoleiðis en það eru engar ákveðnar aðgerðir, hvað þá fjármögnun.“ Eiríkur skrifaði grein á Vísi af þessu tilefni þar sem hann sagði að langstærsta áskorun íslenskunnar, um þessar mundir og á næstu árum, sé mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Ný fjármálaáætlun endurspegli ekki alvarleika málsins. „Hættan er sú að það myndist hérna - og það er þegar byrjað að myndast hérna - einangruð samfélög fólks sem kann ekki íslensku og þar sem íslenskan er ekki notuð. Þetta er stóralvarlegt mál frá svo mörgum sjónarhornum. Frá sjónarmiði íslenskunnar er hætta á að hún verði ekki aðalsamskiptamálið í landinu með þessu áframhaldi. Við sem erum Íslenskumælandi, við munum líka nota meiri og meiri ensku þá í samskiptum við þau sem ekki eru íslenskumælandi. Svo er þetta náttúrulega stóralvarlegt fyrir lýðræðið ef það verða til stórir hópar fólks sem ekki geta tekið þátt í lýðræðislegri umræðu í samfélaginu.“ Eiríkur kallar eftir stórátaki í kennslu íslensku sem annað mál. „Það eru alltaf að koma fréttir af máltækniátaki stjórnvalda – af góðum árangri þess - við höfum séð að ef við virkilega tökum til hendinni og gerum átak í málum sem varða íslenskuna þá skilar það árangri.“ Í upphafi skyldi endinn skoða. „Það er svo óskaplega erfitt að snúa þróuninni við. Þegar við erum búin að missa ákveðin svið frá íslenskunni þá er rosalega erfitt að ná þeim til baka og þegar er kominn einhver ákveðinn fjöldi fólks sem býr hér og kann ekki íslensku þá erum við eiginlega komin í óviðráðanlega stöðu.“
Íslensk tunga Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent