Ætla að reka þingmenn sem mótmæltu skotvopnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 15:12 Justin Jones, þingmaður demókrata, með gjallarhorn í sal fulltrúadeildar ríkisþings Tennessee á fimmtudag. Repúblikanar vilja reka hann og tvo félaga hans af þingi. AP/George walker IV/The Tennessean Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti. Heiftúðlegar deilur geisa nú á milli repúblikana og demókrata í Tennessee eftir að byssumaður skaut sex manns til bana í skóla í Nashville í síðustu viku. Hundruð mótmælenda mættu á þingpalla til þess að krefjast þess að ríkisþingið hert skotvopnalöggjöfina eftir árásina. Þrír þingmenn demókrata í fulltrúadeild ríkisþingsins tóku þá upp gjallarhorn í þingsalnum og hvöttu mótmælendurna til dáða, að sögn AP-fréttastofunnar. Cameron Sexton, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, frestaði þingfundinum og lýsti því yfir að þingmönnunum yrði refsað. Í gær staðfesti hann að þeir hefðu verið sviptir nefndasætum sínum og að það væri aðeins byrjunin. Heiftúðlegar deilur Þingmenn repúblikana lögðu í framhaldi fram tillögu um að reka demókratana Gloriu Johnson, Justin Jones og Justin Pearson af þingi. Þau hafi gerst sek um róstursama hegðun og að smána fulltrúadeildina. Til stendur að greiða atkvæði um ályktunina á fimmtudag. Þegar flutningsmenn ályktunarinnar fóru fram á að hún fengi flýtimeðferð bauluðu stuðningsmenn demókrata á þingpöllum. Sexton þingforseti bað lögreglufólk um að fjarlægja fólkið af pöllunum. Á meðan hnakkrifust þingmenn í salnum. Jones sakaði annan þingmann um að hafa stolið síma sínum og reynt að efna til uppþota. Sexton slökkti þá á hljóðnema Jones. Perason og Jones eru bæði ný á þingi en Johnson hefur átt sæti þar frá 2019. Þau hafa öll verið harðlega gagnrýnin á aukinn meirihluta repúblikana á ríkisþinginu. Jones var meðal annars bannað tímabundið að koma í ríkisþinghúsið árið 2019 eftir að hann kastaði bolla með vökva í þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og aðra þingmenn á mótmælum vegna brjóstmyndar af Suðurríkjahershöfðingja í þinghúsinu. Aðeins tveir þingmenn reknir frá borgarastríði Nær fordæmalaust er að þingmönnum sé vikið af ríkisþingi Tennessee. Aðeins tveir þingmenn hafa orðið fyrir því frá borgarastríðinu á 19. öld. Repúblikanar í Tennessee hafa hagrætt kjördæmamörkum í ríkinu sér hressilega í vil á undanförnum árum. Í fyrra samþykktu þeir að skipta Nashville, helsta vígi demókrata í ríkinu, upp úr þrjú kjördæmi sem eru þannig samsett að repúblikanar eru líklegir til að vinna þau örugglega. Flokkurinn fer með öll völd í ríkinu. Hann heldur báðum deildum þingsins og þremur helstu embættum þess: ríkisstjórastólnum auk embætta dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Heiftúðlegar deilur geisa nú á milli repúblikana og demókrata í Tennessee eftir að byssumaður skaut sex manns til bana í skóla í Nashville í síðustu viku. Hundruð mótmælenda mættu á þingpalla til þess að krefjast þess að ríkisþingið hert skotvopnalöggjöfina eftir árásina. Þrír þingmenn demókrata í fulltrúadeild ríkisþingsins tóku þá upp gjallarhorn í þingsalnum og hvöttu mótmælendurna til dáða, að sögn AP-fréttastofunnar. Cameron Sexton, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, frestaði þingfundinum og lýsti því yfir að þingmönnunum yrði refsað. Í gær staðfesti hann að þeir hefðu verið sviptir nefndasætum sínum og að það væri aðeins byrjunin. Heiftúðlegar deilur Þingmenn repúblikana lögðu í framhaldi fram tillögu um að reka demókratana Gloriu Johnson, Justin Jones og Justin Pearson af þingi. Þau hafi gerst sek um róstursama hegðun og að smána fulltrúadeildina. Til stendur að greiða atkvæði um ályktunina á fimmtudag. Þegar flutningsmenn ályktunarinnar fóru fram á að hún fengi flýtimeðferð bauluðu stuðningsmenn demókrata á þingpöllum. Sexton þingforseti bað lögreglufólk um að fjarlægja fólkið af pöllunum. Á meðan hnakkrifust þingmenn í salnum. Jones sakaði annan þingmann um að hafa stolið síma sínum og reynt að efna til uppþota. Sexton slökkti þá á hljóðnema Jones. Perason og Jones eru bæði ný á þingi en Johnson hefur átt sæti þar frá 2019. Þau hafa öll verið harðlega gagnrýnin á aukinn meirihluta repúblikana á ríkisþinginu. Jones var meðal annars bannað tímabundið að koma í ríkisþinghúsið árið 2019 eftir að hann kastaði bolla með vökva í þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og aðra þingmenn á mótmælum vegna brjóstmyndar af Suðurríkjahershöfðingja í þinghúsinu. Aðeins tveir þingmenn reknir frá borgarastríði Nær fordæmalaust er að þingmönnum sé vikið af ríkisþingi Tennessee. Aðeins tveir þingmenn hafa orðið fyrir því frá borgarastríðinu á 19. öld. Repúblikanar í Tennessee hafa hagrætt kjördæmamörkum í ríkinu sér hressilega í vil á undanförnum árum. Í fyrra samþykktu þeir að skipta Nashville, helsta vígi demókrata í ríkinu, upp úr þrjú kjördæmi sem eru þannig samsett að repúblikanar eru líklegir til að vinna þau örugglega. Flokkurinn fer með öll völd í ríkinu. Hann heldur báðum deildum þingsins og þremur helstu embættum þess: ríkisstjórastólnum auk embætta dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira