Löng bið í langtímahúsnæði fyrir neyslurými Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. apríl 2023 00:00 Heiða segir að neyslurými hafi sannað gildi sitt. Vísir/Sigurður Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði Fjallað var um lokun neyslurýmisins ylju í kvöldfréttum okkar í gær og var meðal annars rætt við Maríönnu Sigtryggsdóttir sem hefur miklar og þungar áhyggjur af stöðunni. Sé þjónustan ekki starfandi í einhvern tíma verði afleiðingarnar óábyrgari neysla, meiri líkur á ofskömmtun, fleiri sýkingar og að óhreinum búnaði sé ekki fargað með réttum hætti með tilheyrandi hættu fyrir almenning. Ekkert neyslurými er nú starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Formaður velferðarráðs segir stöðuna ekki góða. „Staðan akkúrat í dag er auðvitað ekki ákjósanleg þar sem það er ekki opið neyslurými í Reykjavík. Hins vegar höfum við haft opið neyslurými í heilt ár sem var ákveðið tilraunaverkefni sem við í velferðarráði Reykjavíkur sóttumst eftir og börðumst fyrir og fengum áheyrn frá heilbrigðisráðherra. Ég held að það neyslurými hafi sannað gildi sitt og mikilvægi.“ Tilbúin að gera allt Það gæti tekið langan tíma að finna fast húsnæði. „Mér finnst það mjög líklegt að við séum að horfa á mánuði frekar en vikur og ég held við þurfum að anda að okkur þá og bíða eftir því og sjá hvað aðilar gera. Ég heyri ekki annað en að heilbrigðisráðherra sé mjög áfram um að það opni hér neyslurými og sé að opna á ýmsa aðra þjónustu. Við erum tilbúin að gera allt sem við getum. Borgarfulltrúar í Reykjavík séu einhuga um þetta.“ Það sé þó ríkið sem beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu. „Ef við getum orðið til aðstoðar og hjálpar og orðið til þess að þetta opni hér þá erum við tilbúin til þess. Þetta er samt auðvitað ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga.“ Fíkn Heilbrigðismál Borgarstjórn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fjallað var um lokun neyslurýmisins ylju í kvöldfréttum okkar í gær og var meðal annars rætt við Maríönnu Sigtryggsdóttir sem hefur miklar og þungar áhyggjur af stöðunni. Sé þjónustan ekki starfandi í einhvern tíma verði afleiðingarnar óábyrgari neysla, meiri líkur á ofskömmtun, fleiri sýkingar og að óhreinum búnaði sé ekki fargað með réttum hætti með tilheyrandi hættu fyrir almenning. Ekkert neyslurými er nú starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Formaður velferðarráðs segir stöðuna ekki góða. „Staðan akkúrat í dag er auðvitað ekki ákjósanleg þar sem það er ekki opið neyslurými í Reykjavík. Hins vegar höfum við haft opið neyslurými í heilt ár sem var ákveðið tilraunaverkefni sem við í velferðarráði Reykjavíkur sóttumst eftir og börðumst fyrir og fengum áheyrn frá heilbrigðisráðherra. Ég held að það neyslurými hafi sannað gildi sitt og mikilvægi.“ Tilbúin að gera allt Það gæti tekið langan tíma að finna fast húsnæði. „Mér finnst það mjög líklegt að við séum að horfa á mánuði frekar en vikur og ég held við þurfum að anda að okkur þá og bíða eftir því og sjá hvað aðilar gera. Ég heyri ekki annað en að heilbrigðisráðherra sé mjög áfram um að það opni hér neyslurými og sé að opna á ýmsa aðra þjónustu. Við erum tilbúin að gera allt sem við getum. Borgarfulltrúar í Reykjavík séu einhuga um þetta.“ Það sé þó ríkið sem beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu. „Ef við getum orðið til aðstoðar og hjálpar og orðið til þess að þetta opni hér þá erum við tilbúin til þess. Þetta er samt auðvitað ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga.“
Fíkn Heilbrigðismál Borgarstjórn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira