Börn veðji á sína eigin leiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 19:31 Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ segir að þeim hafi fjölgað sem leita til samtakanna vegna íþróttaveðmála. vísir/stilla Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“ SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Úti um allan heim er hægt að veðja á íþróttaleiki í símanum og efir atvikum græða eða tapa fjármunum. Þeim sem veðja á slíka leiki fer fjölgandi, sérstaklega ungum íþróttamönnum sem ánetjast veðmálinu. „Þetta er ekki lengur þannig að þú ert bara að veðja um úrslitin heldur getur þú alltaf bætt við. Hver tekur næsta innkast? Hver skorar næst? Hvernig verða næstu mínútur. Þannig það er kominn svo mikill hraði í leikinn og það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að því meiri sem hraðinn er, því meiri líkur á að þú ánetjist einhverju,“ segir Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri í fjárhættuspilateymi SÁÁ. Hún segir að til samtakanna leiti ungt fólk niður í tvítugt sem er þá komið með mjög alvarlegan vanda og í flestum tilfellum búið að skuldsetja sig vegna hárra lána sem tekin voru til að fjármagna fíknina. Ólíkt spilakössum er enginn opnunartími þegar kemur að íþróttaveðmálum hjá erlendum veðmálasíðum og því hægt að veðja allan sólarhringinn, úti um allan heim. Veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki barna „Við höfum heyrt niður í þriðja flokk í fótbolta en það er eitthvað sem við sjáum bara á erlendu síðunum. Innlendu síðurnar leyfa ekki að veðja á svona unga krakka. Og það sem er líka að gerast er að krakkar í þessum flokkum eru að veðja á sína eigin leiki á erlendum síðum.“ Og dæmi um að þessi veðmál hafi áhrif á leik barna sem veðja á eigin leiki eða leik vina. Bergþóra segir innlendu veðmálasíðurnar skömminni skárri en þær erlendu þar sem minna er um auglýsingar, auðveldara að setja sér mörk og veðmál ekki leyfð að nóttu til. Fá engan fjárstuðning í verkefnið Samtökin bjóða upp á spilameðferð og skimun fyrir spilafíkn en fá engan pening frá hinu opinbera til að sinna þessari þjónustu sem Bergþóra segir að verði að breytast. „Af því að þetta er rosalega alvarlegur vandi. Við erum að sjá mikla aukningu. Kannski tíu prósent þeirra sem eru með vandann leita sér aðstoðar. Og við erum að tala um að tuttugu prósent af þeim sem þjást af alvarlegri spilafíkn hafa gert sjálfsvígstilraun. Og fimmtíu prósent hafa alvarlega íhugað það af því að þeim líður eins og þeir séu búnir að brenna allar brýr.“ Grípa þurfi inn í áður en illa fer. „Við sjáum bara fram á að þetta sé að fara að aukast. Þetta er orðið svo ofboðslega algengt og við erum alltaf svo stolt af íslenska módelinu okkar, að íslenskir unglingar byrji að drekka miklu seinna en mjög stór partur af unglingum í dag er farinn að veðja í staðinn og þetta er rosalega hættulegt, þegar unlingar byrja að veðja svona snemma því fíknin verður mjög erfið og sterk.“
SÁÁ Íþróttir barna Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira