Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 08:06 Afganskar konur mótmæla því að mega ekki sækja sér háskólamenntun. Getty Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC. Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC.
Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira