Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni Árni Gísli Magnússon skrifar 5. apríl 2023 21:07 ÍR KA. Olís deild karla sumar 2023 handbolti HSÍ. KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn. Liðin skiptust á að skora fyrstu mörk leiksins en í stöðunni 3-2 stakk KA af var komið 8-3 yfir eftir 13 mínútur. Vörnin var sterk hjá heimamönnum sem skilaði markvörslu og þeir voru að keyra hratt upp völlinn og spila agaðan sóknarleik en stemmingin í húsinu var hreint út sagt rosaleg þegar leikurinn byrjaði sem hefur svo sannarlega hjálpað til. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé í stöðunni 8-3 og þá virtust leikmenn Fram loksins vakna aðeins til lífsins. Í stöðunni 10-5 hafði Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skorað öll fimm mörk Fram í leiknum. Fram skoraði næstu fjögur mörk og breytti stöðunni úr 10-5 í 10-9 á rúmum fjórum mínútum en þá voru fleiri leikmenn farnir að skila frammistöðu sóknarlega. Þarna var leikurinn orðinn jafnari og munurinn í hálfleik aðeins eitt mark heimamönnum í vil, 14-13. Seinni hálfleikurinn var stál í stál og var jafnt á öllum tölum lengi vel eða þangað til að 8 mínútur lifðu leiks þegar Fram komst tveimur mörkum yfir, 23-25, og fylgdi því eftir með því að komast þremur mörkum yfir með næsta marki leiksins. Staðan 23-26 Fram í vil þegar fimm mínútur voru eftir. Fram hafði fyrr í hálfleiknum misst bæði Ívar Loga Styrmisson og Stefán Darra Þórsson af velli með rautt spjald og munar um minna. Mikill hasar og læti urðu á lokamínútum þar sem KA menn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn í eitt mark og freista þess að ná jafntefli sem myndi tryggja þeim endanlega áframhaldandi veru í deild þeirra bestu en allt kom fyrir ekki. Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram, varði vítaskot Einars Rafns Eiðssonar þegar 20 sekúndur voru eftir og kom í veg fyrir dramatískar lokasekúndur. Lokatölur 26-28 Fram í vil. Jónatan Magnússon var að vonum vonsvikinn að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Jónatan: Fáum einn séns í viðbót Jónatan Magnússon, þjálfari KA, leyndi ekki vonbrigðum sínum í leikslok eftir naumt tap gegn Fram í mikilvægum leik. „Byrjum vel, frábærlega, vorum með góð tök á þessu en svo missum við aðeins dampinn og þeira breyta um vörn sem við vorum í miklu vandræðum með satt best að segja en vörnin hélt samt þannig að við vorum allavega yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta bara hörkuleikur og mjög súrt að vinna þetta ekki fyrir framan fólkið okkar en við fáum einn séns í viðbót.” Stemmingin í KA-heimilinu var algjörlega frábær og mikil læti í húsinu sem gaf liðinu augljóslega byr undir báða vængi þar sem KA kemst 8-3 og 10-5 yfir. Hvers vegna nær liðið ekki að fylgja eftir þessari góðu byrjun? „Við náttúrulega fyrst og fremst missum forystuna og frumkvæðið mest megnis út af okkar eigin sóknarleik þar sem við erum því miður að tapa boltanum alltof illa og oft þannig ég held að það sé fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við missum frumkvæðið. Í seinni hálfleik verðum við aðeins defensívir varnarlega og þeir fá að skjóta of nálægt og auðveldlega en fyrst og femst snýst þetta um það að sóknarlega vorum við ekki nógu góðir í dag og ég held að það sé svona það sem skilur á milli.” KA mætir Gróttu á útivelli í lokaumferðinni þar sem tímabilið undir. KA er stigi á undan ÍR sem mætir Fram í lokaumferðinni. „Við ætlum að reyna vinna hann og við förum í það að sleikja þessi sár og vinna svo. Síðustu tveir leikir hjá okkur hefur verið mikil orka og mikill kraftur og mikil barátta og menn eru bara að trúa því að næsti leikur skili sigrinum en þá þurfum við, enn og aftur, að spila betur.” Einar Jónsson var kampakátur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Einar: Getum kannski eitthvað gælt við þriðja sætið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að sjálfsögðu ánægður að halda aftur suður yfir heiðar með tvö stig í pokanum góða. „Frábær stemming og alveg hrikalega mikið hrós á Akureyringa að fylla húsið enda þurfti KA á því að halda alveg klárlega en þeir fengu geðveikan stuðning hérna og höfðu mikil áhrif á leikinn, það er alveg klárt mál, en við unnum.” KA byrjaði leikinn mun betur og var komið 10-5 yfir snemma. Hvers vegna byrjaði Fram liðið leikinn ekki betur? „KA byrjar náttúrulega bara af feiknakrafti og voru að gera vel og við erum út af og eitthvað svona og kannski spennustigið svolítið hátt hjá okkur. Nicholas (Satchwell) frábær í markinu hjá þeim og líka bara hrós hjá KA að byrja feiknavel og það er kannski aðalástæðan ásamt einni annarri ástæðu að þeir eru komnir vel yfir hérna í upphafi.” Fram er í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. ÍBV er aðeins stigi ofar en Fram hefur betur í innbyrðisviðureignum liðanna og gæti því hirt þriðja sætið í lokaumferðinni ef ÍBV misstígur sig. Fram mætir ÍR í lokaumferðinni sem er að berjast fyrir lífi sínu. „Ef við vinnum næsta leik sem verður ekki síður erfiðari en þessi á móti ÍR þá erum við allavega með heimaleikjaréttinn og getum kannski eitthvað gælt við þriðja sæti. Ég hef svo sem ekki trú á því að ÍBV tapi stigi en við erum bara búnir að vinna okkur inn að vera í þessari stöðu og erum ánægðir með það.” Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði fyrstu 5 mörk Fram í dag og endaði með 12 mörk úr 20 skotum og þurfti heldur betur að standa fyrir sínu í dag. „Hann er ekkert landsliðsmaður fyrir ekki neitt þannig að hann er búinn að vera frábær í undanförum leikjum. Ég var alltaf að segja það við strákana að það þyrftu fleiri að stíga upp og við vorum að reyna búa til stöður fyrir aðra en það einhvernveginn heppnaðist ekki þannig þetta endaði rosalega mikið allt á honum en á meðan það gengur upp er svo sem ekki hægt að segja neitt en hann átti ekkert mikið eftir hérna í lokin á tanknum.” Ívar Logi Styrmisson og Stefán Darri Þórsson fengu báðir að líta rauða spjaldið í liði Fram í dag og mikil læti urðu við bekk Framara eftir að Stefán fékk rauða spjaldið eftir sína þriðju brottvísun. Hvað gekk á þar? „Ívar fékk bara rautt fyrir að fara í andlitið á Einari og örugglega hárréttur dómur, einn af fáum. Það var röng skipting hjá okkur og Stefán vildi meina að einhver annar hefði farið inn á en ekki hann en ég veit það ekki, kannski var þetta bara rétt líka, eftirlitsmaðurinn er með allt upp á tíu þannig ég efast ekkert um að það sé hárrétt. Þetta var bara röng skipting, það er bara þannig." Af hverju vann Fram? Eftir að hafa byrjað illa unnu Framarar sig vel inn í leikinn í fyrri hálfleik og voru aðeins einu marki undir í leikhléi. Þeir sýndu svo gæði sín í seinni hálfleik og unnu að lokum sanngjarnan sigur þó hann hafi verið naumur. Hvað gekk illa? KA fór oft illa með boltann í seinni hálfleik sem er rosalega dýrt í svona jöfnum leik. Breiddin virðist ekki nægilega góð hjá KA en þeir hefðu þegið meira framlag af bekkum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var yfirburðarmaður hjá Fram og skoraði 12 mörk úr 20 skotum.Arnar Snær Magnússon var næstur með 4 mörk úr 5 skotum. Markmenn KA voru flottir í dag. Nicholas Satchwell varði 11 skot sem gerir 44% markvörslu og Bruno Bernat varði 7 skot sem gerir 35% markvörslu. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 7 mörk úr 12 skotum, þar af þrjú mörk af vítalínunni. Dagur Gautason var næstur með 6 mörk úr 8 skotum. Hvað gerist næst? Lokaumferð deildarinnar fer fram mánudaginn 10. apríl, Skírdag, kl. 16:00. KA mætir Gróttu Hertz höllinni og Fram fær ÍR í heimsókn en ÍR-ingar eru einmitt að berjast um síðasta örugga sæti deildarinnar við KA sem er stigi á undan ÍR. Olís-deild karla KA Fram
KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn. Liðin skiptust á að skora fyrstu mörk leiksins en í stöðunni 3-2 stakk KA af var komið 8-3 yfir eftir 13 mínútur. Vörnin var sterk hjá heimamönnum sem skilaði markvörslu og þeir voru að keyra hratt upp völlinn og spila agaðan sóknarleik en stemmingin í húsinu var hreint út sagt rosaleg þegar leikurinn byrjaði sem hefur svo sannarlega hjálpað til. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé í stöðunni 8-3 og þá virtust leikmenn Fram loksins vakna aðeins til lífsins. Í stöðunni 10-5 hafði Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skorað öll fimm mörk Fram í leiknum. Fram skoraði næstu fjögur mörk og breytti stöðunni úr 10-5 í 10-9 á rúmum fjórum mínútum en þá voru fleiri leikmenn farnir að skila frammistöðu sóknarlega. Þarna var leikurinn orðinn jafnari og munurinn í hálfleik aðeins eitt mark heimamönnum í vil, 14-13. Seinni hálfleikurinn var stál í stál og var jafnt á öllum tölum lengi vel eða þangað til að 8 mínútur lifðu leiks þegar Fram komst tveimur mörkum yfir, 23-25, og fylgdi því eftir með því að komast þremur mörkum yfir með næsta marki leiksins. Staðan 23-26 Fram í vil þegar fimm mínútur voru eftir. Fram hafði fyrr í hálfleiknum misst bæði Ívar Loga Styrmisson og Stefán Darra Þórsson af velli með rautt spjald og munar um minna. Mikill hasar og læti urðu á lokamínútum þar sem KA menn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn í eitt mark og freista þess að ná jafntefli sem myndi tryggja þeim endanlega áframhaldandi veru í deild þeirra bestu en allt kom fyrir ekki. Breki Hrafn Árnason, markvörður Fram, varði vítaskot Einars Rafns Eiðssonar þegar 20 sekúndur voru eftir og kom í veg fyrir dramatískar lokasekúndur. Lokatölur 26-28 Fram í vil. Jónatan Magnússon var að vonum vonsvikinn að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Jónatan: Fáum einn séns í viðbót Jónatan Magnússon, þjálfari KA, leyndi ekki vonbrigðum sínum í leikslok eftir naumt tap gegn Fram í mikilvægum leik. „Byrjum vel, frábærlega, vorum með góð tök á þessu en svo missum við aðeins dampinn og þeira breyta um vörn sem við vorum í miklu vandræðum með satt best að segja en vörnin hélt samt þannig að við vorum allavega yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta bara hörkuleikur og mjög súrt að vinna þetta ekki fyrir framan fólkið okkar en við fáum einn séns í viðbót.” Stemmingin í KA-heimilinu var algjörlega frábær og mikil læti í húsinu sem gaf liðinu augljóslega byr undir báða vængi þar sem KA kemst 8-3 og 10-5 yfir. Hvers vegna nær liðið ekki að fylgja eftir þessari góðu byrjun? „Við náttúrulega fyrst og fremst missum forystuna og frumkvæðið mest megnis út af okkar eigin sóknarleik þar sem við erum því miður að tapa boltanum alltof illa og oft þannig ég held að það sé fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við missum frumkvæðið. Í seinni hálfleik verðum við aðeins defensívir varnarlega og þeir fá að skjóta of nálægt og auðveldlega en fyrst og femst snýst þetta um það að sóknarlega vorum við ekki nógu góðir í dag og ég held að það sé svona það sem skilur á milli.” KA mætir Gróttu á útivelli í lokaumferðinni þar sem tímabilið undir. KA er stigi á undan ÍR sem mætir Fram í lokaumferðinni. „Við ætlum að reyna vinna hann og við förum í það að sleikja þessi sár og vinna svo. Síðustu tveir leikir hjá okkur hefur verið mikil orka og mikill kraftur og mikil barátta og menn eru bara að trúa því að næsti leikur skili sigrinum en þá þurfum við, enn og aftur, að spila betur.” Einar Jónsson var kampakátur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Einar: Getum kannski eitthvað gælt við þriðja sætið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að sjálfsögðu ánægður að halda aftur suður yfir heiðar með tvö stig í pokanum góða. „Frábær stemming og alveg hrikalega mikið hrós á Akureyringa að fylla húsið enda þurfti KA á því að halda alveg klárlega en þeir fengu geðveikan stuðning hérna og höfðu mikil áhrif á leikinn, það er alveg klárt mál, en við unnum.” KA byrjaði leikinn mun betur og var komið 10-5 yfir snemma. Hvers vegna byrjaði Fram liðið leikinn ekki betur? „KA byrjar náttúrulega bara af feiknakrafti og voru að gera vel og við erum út af og eitthvað svona og kannski spennustigið svolítið hátt hjá okkur. Nicholas (Satchwell) frábær í markinu hjá þeim og líka bara hrós hjá KA að byrja feiknavel og það er kannski aðalástæðan ásamt einni annarri ástæðu að þeir eru komnir vel yfir hérna í upphafi.” Fram er í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. ÍBV er aðeins stigi ofar en Fram hefur betur í innbyrðisviðureignum liðanna og gæti því hirt þriðja sætið í lokaumferðinni ef ÍBV misstígur sig. Fram mætir ÍR í lokaumferðinni sem er að berjast fyrir lífi sínu. „Ef við vinnum næsta leik sem verður ekki síður erfiðari en þessi á móti ÍR þá erum við allavega með heimaleikjaréttinn og getum kannski eitthvað gælt við þriðja sæti. Ég hef svo sem ekki trú á því að ÍBV tapi stigi en við erum bara búnir að vinna okkur inn að vera í þessari stöðu og erum ánægðir með það.” Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði fyrstu 5 mörk Fram í dag og endaði með 12 mörk úr 20 skotum og þurfti heldur betur að standa fyrir sínu í dag. „Hann er ekkert landsliðsmaður fyrir ekki neitt þannig að hann er búinn að vera frábær í undanförum leikjum. Ég var alltaf að segja það við strákana að það þyrftu fleiri að stíga upp og við vorum að reyna búa til stöður fyrir aðra en það einhvernveginn heppnaðist ekki þannig þetta endaði rosalega mikið allt á honum en á meðan það gengur upp er svo sem ekki hægt að segja neitt en hann átti ekkert mikið eftir hérna í lokin á tanknum.” Ívar Logi Styrmisson og Stefán Darri Þórsson fengu báðir að líta rauða spjaldið í liði Fram í dag og mikil læti urðu við bekk Framara eftir að Stefán fékk rauða spjaldið eftir sína þriðju brottvísun. Hvað gekk á þar? „Ívar fékk bara rautt fyrir að fara í andlitið á Einari og örugglega hárréttur dómur, einn af fáum. Það var röng skipting hjá okkur og Stefán vildi meina að einhver annar hefði farið inn á en ekki hann en ég veit það ekki, kannski var þetta bara rétt líka, eftirlitsmaðurinn er með allt upp á tíu þannig ég efast ekkert um að það sé hárrétt. Þetta var bara röng skipting, það er bara þannig." Af hverju vann Fram? Eftir að hafa byrjað illa unnu Framarar sig vel inn í leikinn í fyrri hálfleik og voru aðeins einu marki undir í leikhléi. Þeir sýndu svo gæði sín í seinni hálfleik og unnu að lokum sanngjarnan sigur þó hann hafi verið naumur. Hvað gekk illa? KA fór oft illa með boltann í seinni hálfleik sem er rosalega dýrt í svona jöfnum leik. Breiddin virðist ekki nægilega góð hjá KA en þeir hefðu þegið meira framlag af bekkum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var yfirburðarmaður hjá Fram og skoraði 12 mörk úr 20 skotum.Arnar Snær Magnússon var næstur með 4 mörk úr 5 skotum. Markmenn KA voru flottir í dag. Nicholas Satchwell varði 11 skot sem gerir 44% markvörslu og Bruno Bernat varði 7 skot sem gerir 35% markvörslu. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 7 mörk úr 12 skotum, þar af þrjú mörk af vítalínunni. Dagur Gautason var næstur með 6 mörk úr 8 skotum. Hvað gerist næst? Lokaumferð deildarinnar fer fram mánudaginn 10. apríl, Skírdag, kl. 16:00. KA mætir Gróttu Hertz höllinni og Fram fær ÍR í heimsókn en ÍR-ingar eru einmitt að berjast um síðasta örugga sæti deildarinnar við KA sem er stigi á undan ÍR.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti