Vill ekki vera forseti eftir krefjandi mánuði Máni Snær Þorláksson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Kristján Þórður hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti forseta ASÍ Vísir/Egill Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. „Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“ ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
„Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“
ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira