Mitrovic var dæmdur í átta leikja bann af óháðri aganefnd í gær fyrir hegðun sína í leiknum. Hann fékk þriggja leikja bann fyrir að fá beint rautt spjald, annað þriggja leikja bann fyrir ógnandi tilburði í garð dómara og að auki fékk hann tveggja leikja bann fyrir hegðun sína eftir að rauða spjaldið fór á loft.
Þá þarf Mitrovic einnig að greiða 75 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæpum 13 milljónum króna. Marco Silva, stjóri Fulham, fékk einnig að líta rauða spjaldið í leiknum og þarf að taka út tveggja leikja bann vegna sinnar brottvísunar.
Enska knattspyrnusambandið vill þó að bæði Mitrovic og Silva þurfi að taka út þyngri refsingu og sambandið ætlar sér að áfrýja ákvörðun aganefndarinnar. Sambandið er þó sagt ætla að bíða með að áfrýja þar til skriflegar ástæður fyrir núverandi refsingu berast.
Mitrovic hefur nú þegar setið af sér einn leik í banni og verði það ekki lengt verður hann klár í slaginn fyrir seinustu þrjá leiki Fulham á tímabilinu. Þegar átta leikja banninu lýkur getur leikmaðurinn byrjað að spila á nú þegar Fulham mætir Southampton þann 13. maí næstkomandi.