Hjólreiðafyrirtæki hvetur hjólreiðamenn til að sitja á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 17:13 Magne Kvam stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures Eigendur fyrirtækisins Ice Bike Adventures hafa vakið nokkra athygli fyrir að biðja hjólreiðafólk að sitja aðeins á sér og bíða með að rífa fram fjallahjólin. Slóðar og stígar séu enn mjög blautir og hætt við að náttúran skemmist ef hjólreiðamenn fari of snemma af stað. „Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
„Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44