Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 22:37 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræddi þunga dóma sem féllu í stóra kókaínmálinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/einar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00