Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 22:37 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræddi þunga dóma sem féllu í stóra kókaínmálinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/einar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent