Fótbolti

Talið að Lampard taki tímabundið við

Hjörvar Ólafsson skrifar
Frank Lampard þekkir vel til á Stamford Bridge.
Frank Lampard þekkir vel til á Stamford Bridge. Vísir/Getty

Frank Lampard verður innan tíðar kynntur til leiks sem nýr knattspyrnustjóri karlaliðs Chelsea. Fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að Lampard hafi samið við Chelsea um að stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. 

Talið er næsta víst að Lampard verði á hliðarlínunni sem stjóri Chelsea þegar liðið mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. 

Lampard, sem er markahæsti leikmaður í sögu Chelsea, var látinn taka pokann sinn sem knattspyrnustjóri liðsins í janúar árið 2021 eftir að hafa stýrt liðinu frá því sumarið 2019. 

Þá tók Lampard við stjórnartaumunum hjá Everton í janúar á síðasta ári og var svo rekinn tæpu ári síðar fyrr á þessu ári. 

Eins og greint var frá í gærkvöldi er Luis Enrique staddur í Lundúnum þar sem hann er í samningaviðræðum við forráðamenn Chelsea um að taka við liðinu til frambúðar eftir leiktíðina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×