Kaldasti marsmánuður í rúm 40 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 12:15 Veturinn lék Íslendinga grátt og beit kuldinn sérstaklega fast í mars. Vísir/Vilhelm Síðastliðinn marsmánuður var sá kaldasti í rúm fjörutíu ár, eða síðan 1979 og einkenndist hann af stöðugum norðaustlægum áttum. Nýafstaðinn vetur var jafnframt sá kaldasti síðan veturinn 1994 til 1995. Veðurfræðingur segir veturinn hafa verið óvenjulegan fyrir þær sakir hvað hann var kaflaskiptur og hvað hann einkenndist af löngum kuldaköflum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar kemur fram að meðalhiti í byggðum landsins í mars hafi verið rúmlega þremur stigum undir meðallagi. Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir hve mikið kaldara var í undanförnum marsmánuði en að meðaltali.Veðurstofan Samfelld kuldatíð ríkti frá sjötta til 28. mars en kaldast var á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar að auki var mjög úrkomusamt á Austfjörðum í lok mánaðar og töluverð snjóþyngsli. Fjöldi snjó- og krapaflóða féllu þar í lok mánaðar, þau stærstu í Neskaupstað. Á þessu tímabili var hins vegar óvenju þurrt og sólríkt á Suðvesturlandi. Í Reykavík var um að ræða bæði næstþurrasta og næstsólríkasta marsmánuð frá upphafi mælinga. Veturinn í heild sinni var mjög sólríkur í Reykjavík og hefur hann ekki verið jafnsólríkur síðan 1947. Kaldasta sex vikna tímabil frá Frostavetrinum mikla Þessi kaldi marsmánuður markaði sömuleiðis endalok kaldasta vetrar síðan 1995. Eftir mjög hlýjan nóvembermánuð hófst nær samfelld kuldatíð á landinu sem stóð frá sjöunda desember til nítjánda janúar. Kuldatíðin var sérstaklega mikil á suðvesturhorninu, og voru þessar sex vikur þær köldustu í Reykjavík síðan 1918. Þá segir enn fremur í tilkynningunni „Á þessu tímabili var þrýstingur sérlega hár, vindur hægur og það var óvenju þurrt og bjart, sérstaklega suðvestanlands. Það var umhleypingasamt seinni hluti janúar og í febrúar. Töluverðir vatnavextir voru í ám í kjölfar leysinga um miðjan febrúar. Ástandið var verst á vestanverðu landinu þar sem ár flæddu víða yfir bakka sína og skildu sums staðar eftir sig stærðar klaka eftir að hafa rutt sig eftir kuldatíðina fyrr um veturinn.“ Í samtali fréttastofu við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, sagði hann að veturinn hafi verið óvenjulegur miðað við hvað hann hefur verið ofboðslega kaflaskiptur og sökum langra kuldakafla. Þó mars hafi verið kaldur segir hann að í apríl séum við búin að fá hlýja dag. Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga. 1. desember 2022 08:30 Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. 3. apríl 2023 14:13 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar kemur fram að meðalhiti í byggðum landsins í mars hafi verið rúmlega þremur stigum undir meðallagi. Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir hve mikið kaldara var í undanförnum marsmánuði en að meðaltali.Veðurstofan Samfelld kuldatíð ríkti frá sjötta til 28. mars en kaldast var á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar að auki var mjög úrkomusamt á Austfjörðum í lok mánaðar og töluverð snjóþyngsli. Fjöldi snjó- og krapaflóða féllu þar í lok mánaðar, þau stærstu í Neskaupstað. Á þessu tímabili var hins vegar óvenju þurrt og sólríkt á Suðvesturlandi. Í Reykavík var um að ræða bæði næstþurrasta og næstsólríkasta marsmánuð frá upphafi mælinga. Veturinn í heild sinni var mjög sólríkur í Reykjavík og hefur hann ekki verið jafnsólríkur síðan 1947. Kaldasta sex vikna tímabil frá Frostavetrinum mikla Þessi kaldi marsmánuður markaði sömuleiðis endalok kaldasta vetrar síðan 1995. Eftir mjög hlýjan nóvembermánuð hófst nær samfelld kuldatíð á landinu sem stóð frá sjöunda desember til nítjánda janúar. Kuldatíðin var sérstaklega mikil á suðvesturhorninu, og voru þessar sex vikur þær köldustu í Reykjavík síðan 1918. Þá segir enn fremur í tilkynningunni „Á þessu tímabili var þrýstingur sérlega hár, vindur hægur og það var óvenju þurrt og bjart, sérstaklega suðvestanlands. Það var umhleypingasamt seinni hluti janúar og í febrúar. Töluverðir vatnavextir voru í ám í kjölfar leysinga um miðjan febrúar. Ástandið var verst á vestanverðu landinu þar sem ár flæddu víða yfir bakka sína og skildu sums staðar eftir sig stærðar klaka eftir að hafa rutt sig eftir kuldatíðina fyrr um veturinn.“ Í samtali fréttastofu við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, sagði hann að veturinn hafi verið óvenjulegur miðað við hvað hann hefur verið ofboðslega kaflaskiptur og sökum langra kuldakafla. Þó mars hafi verið kaldur segir hann að í apríl séum við búin að fá hlýja dag.
Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga. 1. desember 2022 08:30 Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. 3. apríl 2023 14:13 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Sjá meira
Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54
Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga. 1. desember 2022 08:30
Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. 3. apríl 2023 14:13
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent