Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - KA 30-31 | Norðanmenn tryggðu sætið með langþráðum sigri Kári Mímisson skrifar 10. apríl 2023 20:05 Dagur Gautason í háloftunum. Vísir/Hulda Margrét KA tryggði sér áframhaldandi veru í Olís-deildinni að ári með eins marks sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Eftir tapið er ljóst að Grótta fer ekki í úrslitakeppnina. Grótta tók á móti KA í lokaumferð Olís-deildar karla á Seltjarnarnesi í dag. Það var mikið undir fyrir bæði lið. KA þurfti nauðsynlega stig til að tryggja sæti sitt í deildinni að ári á meðan Grótta þurfti sigur til að eiga einhverja von á því að komast í úrslitakeppnina. Líkurnar voru þó ekki með Seltirningum þar sem þeir þurftu að treysta á að botn lið Harðar myndi leggja Hauka á Ásvöllum. Daníel Örn Griffin skorar í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét KA hafði tapað síðustu átta leikjum sínum, sjö í deildinni og tap í 8-liða úrslitum bikarsins og því var á brattan að sækja fyrir gestina en liðið hafði þó sýnt miklar bætingar í síðustu tveimur leikjum liðsins. Grótta kom inn í þennan leik eftir að hafa rétt marið Hörð á Ísafirði. Leikurinn fór afar jafnt af stað og skiptust liðin á að skora. Stórskyttur liðanna þeir Birgir Steinn Jónsson hjá Gróttu og Ólafur Gústafsson hjá KA voru í aðalhlutverkunum í byrjun leiks. Það var jafnt á næstum öllum tölum þar til að í stöðunni 8-7 þegar Gauti Gunnarsson skoraði þrjú mörk í röð á mjög skömmum tíma upp á sitt einsdæmi. Einar Rafn Eiðsson skýtur að marki Gróttu.Vísir/Hulda Margrét Grótta náði að jafna rétt fyrir lok hálfleiksins og átti möguleika á að fara inn til búningsherbergja með forystuna en Bruno Bernat varði glæsilega frá Elvari Otra og það var svo Patrekur Stefánsson sem tryggði gestunum eins marks forystu. Staðan í hálfleik 18-19 fyrir norðanmenn. Seinni hálfleikur byrjaði jafn og liðin skiptust á að skora. Það var svo um miðbik hálfleiksins sem Theis Söndergård kom heimamönnum yfir í fyrsta sinn síðan í stöðunni 8-7 þegar hann kom Gróttu í 26-25. Ari Pétur Eiríksson sækir að marki KA.Vísir/Hulda Margrét KA komst yfir 29-30 þegar rétt rúmlega mínúta var eftir af leiknum. Jens Bragi Bergþórsson skoraði af línunni eftir glæsilega sendingu frá Ólafi Gústafssyni. Grótta brunaði í sókn en vörn norðanmanna tók skot Elvars Otra. Leikurinn og sæti í deildinni að ári var því í höndum KA sem fór í sókn marki yfir og dugði jafnteflið. Patrekur Stefánsson tapaði hins vegar boltanum afar klaufalega og Daníel Örn Griffin er fyrstur manna að átta sig og skorar 30-30 og ekki nema sautján sekúndur eftir. Jónatan tekur leikhlé fyrir KA og leggur greinilega upp með það að halda boltanum síðustu sekúndurnar þar sem jafntefli nægir liðinu. KA menn fagna þegar sætið í deildinni var tryggt.Vísi/Hulda Margrét Það tókst og gott betur en það þar sem boltinn endaði á lokasekúndunni hjá Gauta Gunnarssyni sem kórónaði daginn sinn með því að skora áttunda markið sitt úr átta skotum. Lokatölurnar á Nesinu urðu því 30-31 fyrir KA. Af hverju vann KA? KA leiddi stærstan hluta leiksins í þessum æsispennandi leik. Það að ná 8-11 forystu um miðbik fyrri hálfleiksins og ná að leiða stærstan hluta leiksins er mögulega það sem gerði gæfumuninn. Liðið hafði tækifæri til að ganga frá leiknum nokkrum sinnum í dag en það er bara ekkert grín að hrista Gróttu af sér. Hverjir stóðu upp úr? Gauti Gunnarsson fær maður leiksins í mínum bókum. Ekki bara setur hann átta mörk úr átta skotum heldur skorar hann ofboðslega mikilvæg mörk. Birgir Steinn átti líka frábæran leik fyrir Gróttu eins og svo oft áður og skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum. Þarna gleymdist boltinn.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Markvarslan í fyrri hálfleik var ekki góð hjá báðum liðum. Nicholas Satchwell og Einar Baldvin hafa báðir oft átt betri daga. Daníel Andri og Bruno Bernat fengu í staðinn að spreyta sig og áttu báðir fínan dag. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eru á leið í sumarfrí en mæta þó aftur að ári í Olís-deildina. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, mun ekki stýra norðanmönnum að ári þar sem hann er að taka við IFK Skövde í Svíþjóð. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, er að klára sitt fyrsta tímabil með liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig liðið mætir á næsta tímabili. „Þetta er búið að vera rússíbani“ Róbert Gunnarsson öskrar á sína menn.Vísir/Hulda Margrét „Leiðinlegt að klára þetta ekki með sigri. Þetta var hörkuleikur og KA að berjast fyrir lífi sínu og voru mjög flottir í dag. Mér fannst við líka flottir í dag enda skilur bara eitt mark á milli í þessum flotta handboltaleik.“ Hversu erfitt er að gíra liðið upp í svona leik þar sem líkurnar á að þið endið í úrslitakeppninni voru afar litlar fyrir leik? „Strákarnir gerðu þetta virkilega vel. Bæði að fara á Ísafjörð og klára það af mikilli fagmennsku. Þeir mættu vel gíraðir í þennan leik í dag. Það er ekkert sjálfgefið að mótivera sig í þetta en þeir gerðu það. Ég er búinn að segja þetta í öllum viðtölum í vetur en þetta eru rosalega flottir strákar og virkilega gaman að vinna með þeim. Þeir gerðu þetta allt upp á tíu.“ „Þetta er búið að vera virkilegur rússíbani. Miklar hæðir og lægðir. Ég hljóp örugglega á öll hornin hér í húsinu og lærði helling en það sem ég tek út úr þessu er hvað þetta er skemmtilegt og æðislegir strákar. Nú vinnum við vel í okkur og fáum alvöru NFL undirbúningstímabil.” Sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um tímabilið sem nú er á enda fyrir hann og hans menn.“ „Við eigum þetta svo ógeðslega mikið skilið“ KA-maðurinn Gauti Gunnarsson í hraðaupphlaupi.Vísir/Hulda Margrét Gauti Gunnarsson var frábær í leiknum í dag. Átta mörk úr átta skotum og náði því að kveðja KA með góðum sigri en Gauti mun spila á næsta ári með ÍBV. „Ógeðslega góð. Mér finnst við eiga þetta svo ógeðslega mikið skilið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, gengið illa eftir áramót en við sýndum það í dag að við eigum heima í þessari deild.“ Sagði afar ánægður Gauti eftir sigurinn sæta. „Nú taka menn sér bara smá frí og KA fær nýjan þjálfara og ég er að fara í spennandi verkefni í Vestmannaeyjum og mæti bara úthvíldur í það á næsta preseason.“ Gauti Gunnarsson í jörðinni eftir að hafa skotið á mark Gróttu.Vísir/Hulda Margrét Olís-deild karla Grótta KA
KA tryggði sér áframhaldandi veru í Olís-deildinni að ári með eins marks sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Eftir tapið er ljóst að Grótta fer ekki í úrslitakeppnina. Grótta tók á móti KA í lokaumferð Olís-deildar karla á Seltjarnarnesi í dag. Það var mikið undir fyrir bæði lið. KA þurfti nauðsynlega stig til að tryggja sæti sitt í deildinni að ári á meðan Grótta þurfti sigur til að eiga einhverja von á því að komast í úrslitakeppnina. Líkurnar voru þó ekki með Seltirningum þar sem þeir þurftu að treysta á að botn lið Harðar myndi leggja Hauka á Ásvöllum. Daníel Örn Griffin skorar í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét KA hafði tapað síðustu átta leikjum sínum, sjö í deildinni og tap í 8-liða úrslitum bikarsins og því var á brattan að sækja fyrir gestina en liðið hafði þó sýnt miklar bætingar í síðustu tveimur leikjum liðsins. Grótta kom inn í þennan leik eftir að hafa rétt marið Hörð á Ísafirði. Leikurinn fór afar jafnt af stað og skiptust liðin á að skora. Stórskyttur liðanna þeir Birgir Steinn Jónsson hjá Gróttu og Ólafur Gústafsson hjá KA voru í aðalhlutverkunum í byrjun leiks. Það var jafnt á næstum öllum tölum þar til að í stöðunni 8-7 þegar Gauti Gunnarsson skoraði þrjú mörk í röð á mjög skömmum tíma upp á sitt einsdæmi. Einar Rafn Eiðsson skýtur að marki Gróttu.Vísir/Hulda Margrét Grótta náði að jafna rétt fyrir lok hálfleiksins og átti möguleika á að fara inn til búningsherbergja með forystuna en Bruno Bernat varði glæsilega frá Elvari Otra og það var svo Patrekur Stefánsson sem tryggði gestunum eins marks forystu. Staðan í hálfleik 18-19 fyrir norðanmenn. Seinni hálfleikur byrjaði jafn og liðin skiptust á að skora. Það var svo um miðbik hálfleiksins sem Theis Söndergård kom heimamönnum yfir í fyrsta sinn síðan í stöðunni 8-7 þegar hann kom Gróttu í 26-25. Ari Pétur Eiríksson sækir að marki KA.Vísir/Hulda Margrét KA komst yfir 29-30 þegar rétt rúmlega mínúta var eftir af leiknum. Jens Bragi Bergþórsson skoraði af línunni eftir glæsilega sendingu frá Ólafi Gústafssyni. Grótta brunaði í sókn en vörn norðanmanna tók skot Elvars Otra. Leikurinn og sæti í deildinni að ári var því í höndum KA sem fór í sókn marki yfir og dugði jafnteflið. Patrekur Stefánsson tapaði hins vegar boltanum afar klaufalega og Daníel Örn Griffin er fyrstur manna að átta sig og skorar 30-30 og ekki nema sautján sekúndur eftir. Jónatan tekur leikhlé fyrir KA og leggur greinilega upp með það að halda boltanum síðustu sekúndurnar þar sem jafntefli nægir liðinu. KA menn fagna þegar sætið í deildinni var tryggt.Vísi/Hulda Margrét Það tókst og gott betur en það þar sem boltinn endaði á lokasekúndunni hjá Gauta Gunnarssyni sem kórónaði daginn sinn með því að skora áttunda markið sitt úr átta skotum. Lokatölurnar á Nesinu urðu því 30-31 fyrir KA. Af hverju vann KA? KA leiddi stærstan hluta leiksins í þessum æsispennandi leik. Það að ná 8-11 forystu um miðbik fyrri hálfleiksins og ná að leiða stærstan hluta leiksins er mögulega það sem gerði gæfumuninn. Liðið hafði tækifæri til að ganga frá leiknum nokkrum sinnum í dag en það er bara ekkert grín að hrista Gróttu af sér. Hverjir stóðu upp úr? Gauti Gunnarsson fær maður leiksins í mínum bókum. Ekki bara setur hann átta mörk úr átta skotum heldur skorar hann ofboðslega mikilvæg mörk. Birgir Steinn átti líka frábæran leik fyrir Gróttu eins og svo oft áður og skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum. Þarna gleymdist boltinn.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Markvarslan í fyrri hálfleik var ekki góð hjá báðum liðum. Nicholas Satchwell og Einar Baldvin hafa báðir oft átt betri daga. Daníel Andri og Bruno Bernat fengu í staðinn að spreyta sig og áttu báðir fínan dag. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eru á leið í sumarfrí en mæta þó aftur að ári í Olís-deildina. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, mun ekki stýra norðanmönnum að ári þar sem hann er að taka við IFK Skövde í Svíþjóð. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, er að klára sitt fyrsta tímabil með liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig liðið mætir á næsta tímabili. „Þetta er búið að vera rússíbani“ Róbert Gunnarsson öskrar á sína menn.Vísir/Hulda Margrét „Leiðinlegt að klára þetta ekki með sigri. Þetta var hörkuleikur og KA að berjast fyrir lífi sínu og voru mjög flottir í dag. Mér fannst við líka flottir í dag enda skilur bara eitt mark á milli í þessum flotta handboltaleik.“ Hversu erfitt er að gíra liðið upp í svona leik þar sem líkurnar á að þið endið í úrslitakeppninni voru afar litlar fyrir leik? „Strákarnir gerðu þetta virkilega vel. Bæði að fara á Ísafjörð og klára það af mikilli fagmennsku. Þeir mættu vel gíraðir í þennan leik í dag. Það er ekkert sjálfgefið að mótivera sig í þetta en þeir gerðu það. Ég er búinn að segja þetta í öllum viðtölum í vetur en þetta eru rosalega flottir strákar og virkilega gaman að vinna með þeim. Þeir gerðu þetta allt upp á tíu.“ „Þetta er búið að vera virkilegur rússíbani. Miklar hæðir og lægðir. Ég hljóp örugglega á öll hornin hér í húsinu og lærði helling en það sem ég tek út úr þessu er hvað þetta er skemmtilegt og æðislegir strákar. Nú vinnum við vel í okkur og fáum alvöru NFL undirbúningstímabil.” Sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um tímabilið sem nú er á enda fyrir hann og hans menn.“ „Við eigum þetta svo ógeðslega mikið skilið“ KA-maðurinn Gauti Gunnarsson í hraðaupphlaupi.Vísir/Hulda Margrét Gauti Gunnarsson var frábær í leiknum í dag. Átta mörk úr átta skotum og náði því að kveðja KA með góðum sigri en Gauti mun spila á næsta ári með ÍBV. „Ógeðslega góð. Mér finnst við eiga þetta svo ógeðslega mikið skilið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, gengið illa eftir áramót en við sýndum það í dag að við eigum heima í þessari deild.“ Sagði afar ánægður Gauti eftir sigurinn sæta. „Nú taka menn sér bara smá frí og KA fær nýjan þjálfara og ég er að fara í spennandi verkefni í Vestmannaeyjum og mæti bara úthvíldur í það á næsta preseason.“ Gauti Gunnarsson í jörðinni eftir að hafa skotið á mark Gróttu.Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti