„Leiðinlegar fréttir fyrir samfélagið í heild“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 19:09 Kjartan segir flugið hafa verið mikla lyftistöng fyrir Norðurlandið allt. Niceair Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru enn óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðana í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarfið því mikil vonbrigði. Norðlenska flugfélagið Niceair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að fyrirtækið hefði ekki lengur aðgang að flugvél sinni vegna vandræða flugrekstraraðila félagsins og þyrfti því að gera hlé á allri sinni starfsemi. Allt flug félagsins var fellt niður í kjölfarið og kom fram í máli framkvæmdastjóra niceair í gær að mjög tvísýnt væri hvort félagið myndi aftur hefja sig til flugs. Kjartan Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna segir eftirsjá af félaginu ef stöðvunin reynist varanleg. „Þetta hefur gert gífurlega jákvæða hluti fyrir svæðið og hefur komið norðurlandinu meira á kortið. Að hafa beint flug frá Akureyri til Danmerkur og Spánar, það hefði verið frábært að komast inn á Bretlandsmarkað líka. En bara eitt og sér að vera með flugfélag hérna sem er að fljúga út það gerir það að verkum að við verðum staður sem fólki langar að koma og heimsækja. Þegar svona aðili kemur inn hefur það mjög jákvæð áhrif.“ Áhrifin verði einhver en það sé ekki alveg ljóst hver þau eru. „Þetta mun hafa áhrif á ýmsa aðila. Það eru mikið af gistinóttum sem eru hreinlega bókaðar fyrir sumarið en maður veit ekki hvernig áhrif þetta hefur á það.“ Hann leyfir sér þó að vera bjartsýnn á sumarið. „Vissulega eru þetta leiðinlegar fréttir fyrir samfélagið í heild. En það er nú yfirleitt bjartsýni í samfélaginu hérna svo maður leyfir sér að vona að þeir nái að leysa þennan hnút.“ Ferðamennska á Íslandi Akureyri Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Norðlenska flugfélagið Niceair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að fyrirtækið hefði ekki lengur aðgang að flugvél sinni vegna vandræða flugrekstraraðila félagsins og þyrfti því að gera hlé á allri sinni starfsemi. Allt flug félagsins var fellt niður í kjölfarið og kom fram í máli framkvæmdastjóra niceair í gær að mjög tvísýnt væri hvort félagið myndi aftur hefja sig til flugs. Kjartan Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna segir eftirsjá af félaginu ef stöðvunin reynist varanleg. „Þetta hefur gert gífurlega jákvæða hluti fyrir svæðið og hefur komið norðurlandinu meira á kortið. Að hafa beint flug frá Akureyri til Danmerkur og Spánar, það hefði verið frábært að komast inn á Bretlandsmarkað líka. En bara eitt og sér að vera með flugfélag hérna sem er að fljúga út það gerir það að verkum að við verðum staður sem fólki langar að koma og heimsækja. Þegar svona aðili kemur inn hefur það mjög jákvæð áhrif.“ Áhrifin verði einhver en það sé ekki alveg ljóst hver þau eru. „Þetta mun hafa áhrif á ýmsa aðila. Það eru mikið af gistinóttum sem eru hreinlega bókaðar fyrir sumarið en maður veit ekki hvernig áhrif þetta hefur á það.“ Hann leyfir sér þó að vera bjartsýnn á sumarið. „Vissulega eru þetta leiðinlegar fréttir fyrir samfélagið í heild. En það er nú yfirleitt bjartsýni í samfélaginu hérna svo maður leyfir sér að vona að þeir nái að leysa þennan hnút.“
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira