Ítalskur túristi og breskar systur létust í hryðjuverkaárásum Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 08:43 Ísraelsk lögregla stendur í kringum bílinn sem ökumaður keyrði inn í hóp túrista í Tel Aviv. AP/Ariel Schalit Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast. Íbúar Palestínu skoða tjónið af völdum loftárásar Ísraelsmanna í gærmorgun.AP/Fatima Shbair Ítalskur túristi var myrtur og fimm aðrir ítalskir og breskir ríkisborgarar særðust þegar ökumaður keyrði bíl inn í hóp túrista í Tel Aviv. Að sögn ísraelskrar lögreglu var árásarmaðurinn skotinn til bana af lögregluþjónum. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur nafngreint hinn látna sem hinn 36 ára Alessandro Parini. Fyrr um daginn höfðu tvær bresk-ísraelskar systur á þrítugsaldri verið myrtar þegar skotið var á bíl þeirra með þeim afleiðingum að hann keyrði á. Móðir systranna slasaðist í árásinni sem átti sér stað í Jórdan-dal en þær höfðu flust þangað frá Bretlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt tilkynningu þar sem það segist harma fregnirnar. Árásirnar svör við loftárásum og lögreglurassíum Ísraela Í gærmorgun gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina til að svara fyrir árásir Palestínumanna í vikunni. Ísraelsk lögregla hafði áður ögrað Palestínumönnum þegar lögreglumenn réðust inn í mosku í vikunni sem vakti hneyksli víða um Miðausturlönd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, lýsti því yfir að hann ætlaði að kalla út allt tiltækt lið ísraelsku landamæralögreglunnar. Það er herþjálfaður mannafli sem er vanalega sendur á vettvang til að bæla niður ókyrrð meðal Palestínumanna. Reykský undan sprengingu í Bezet í Ísrael vegna eldflaugaárásar frá Líbanon.AP/Fadi Amun Ísrael Palestína Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Íbúar Palestínu skoða tjónið af völdum loftárásar Ísraelsmanna í gærmorgun.AP/Fatima Shbair Ítalskur túristi var myrtur og fimm aðrir ítalskir og breskir ríkisborgarar særðust þegar ökumaður keyrði bíl inn í hóp túrista í Tel Aviv. Að sögn ísraelskrar lögreglu var árásarmaðurinn skotinn til bana af lögregluþjónum. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur nafngreint hinn látna sem hinn 36 ára Alessandro Parini. Fyrr um daginn höfðu tvær bresk-ísraelskar systur á þrítugsaldri verið myrtar þegar skotið var á bíl þeirra með þeim afleiðingum að hann keyrði á. Móðir systranna slasaðist í árásinni sem átti sér stað í Jórdan-dal en þær höfðu flust þangað frá Bretlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt tilkynningu þar sem það segist harma fregnirnar. Árásirnar svör við loftárásum og lögreglurassíum Ísraela Í gærmorgun gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina til að svara fyrir árásir Palestínumanna í vikunni. Ísraelsk lögregla hafði áður ögrað Palestínumönnum þegar lögreglumenn réðust inn í mosku í vikunni sem vakti hneyksli víða um Miðausturlönd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, lýsti því yfir að hann ætlaði að kalla út allt tiltækt lið ísraelsku landamæralögreglunnar. Það er herþjálfaður mannafli sem er vanalega sendur á vettvang til að bæla niður ókyrrð meðal Palestínumanna. Reykský undan sprengingu í Bezet í Ísrael vegna eldflaugaárásar frá Líbanon.AP/Fadi Amun
Ísrael Palestína Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira