Lionel Messi kom Parísarliðinu yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes.
Messi lagði svo upp skallamark Sergio Ramos sem innsiglaði sigur Paris Saint-Germain um það bil korteri fyrir leikslok.
Paris Saint-Germain er með 69 stig eftir þennan sigur og hefur sex stiga forskot á Lens þegar 30 umferðum af 38 er lokið. Nice er hins vegar í áttunda sæti með 45 stig.